Til að klára uppsetningu þeirra forrita sem nauðsynleg eru, þarf að fylgja uppsetningarleiðbeiningunum sem koma fram á síðunni þegar H3 er sótt.
Þetta eru forritin sem um ræðir, rauðmerkt á myndinni:
Að lokum þarf að gera tvennt til viðbótar.
Skipta út slóðum, svo ekki sé tilvísun í tsclient, sem dæmi:
Slóð sem er inn í hýsingunni er t.d. \\tsclient\C\
Henni þarf að breyta í C:\ og rest er hægt að hafa eins. Slóðir eru undir Stofn – Stillir – Staðsetningar
Athugið að skipta eingöngu út fremsta parti slóðar. Sumstaðar er vísun í SQL og þá látið þið það halda sér.
Prófa sendingu skilagreinar með tölvupósti. Ef póststillingin á netfanginu sem er skráð fyrir tölvupóst sendingum skilagreina er tengd office 365, þá þarf ekkert að gera, en ef það er tengt srelay sendingu, þarf að skoða þann part í samvinnu við Ísleif.