Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 18 Next »

Sá sem sér um undirbúning áætlunar þarf að þekkja vel til launareiknings og þarfir stjórnenda. Hann þarf að hafa góða þekkingu á bæði launakerfinu og áætlanakerfinu..

Myndirnar hér að neðan má stækka með því að smella á þær.

1. Prenta út fyrirtækjalista fyrir viðmiðunartímabilið.  Ef áætlunarvinnan byrjar í september eru gögnin sótt frá september i fyrra til ágúst í ár.

  • Við notum listann þegar við ákvörðum áætlunardálkana og þurfum að tryggja að þeir launaliðir sem eru af tegundinni launakostnaður séu stilltir í "Tenging við launakerfi"


2. Launaliðir

  • Gera launaliði óvirka sem eru ekki á fyrirtækjalistanum. Stofn / Launaliðir


3. Áætlunardálkar

  • Áætlanadálkarnir eru dálkarnir í "Skráning launaáætlana".  í upphafi hvers áætlunarárs er þetta yfirfarið og bætt við dálkum ef við á.  Best er að sjá þetta í töflunni Stilla dálka og reikning, þar undir Áætlunardálkar eru þeir dálkar sem voru notaðir síðast.

  • Ef þú vilt áætla með óbreyttu fyrirkomulagi frá fyrra ári er ekkert gert, ef þú vilt sundurliða frekar eða draga saman eru breytingar gerðar. Sjá "Áætlunardálkar"



4. Tenging við launakerfi.

Við flokkun þarf fyrst og fremst að hafa í huga hvernig launaliðirnir reiknast.  Reiknitegund, einingategund og reiknistofnar eru þar í lykilhlutverki.  

  • Ólíkar reiknitegundir má ekki staðsetja saman í áætlunardálk, ef þeir reiknast sem prósenta.  Það má í krónutöludálka.
  • Ef launaliðir hafa einingategund sem hægt er að breyta hverri yfir í aðra mega þeir flokkast saman.  Þannig geta launaliðir með einingategundina MAN, TIM, VIK, 2VIK verið saman vegna þess að kerfið kann að umbreyta þessum einingum.

  • Reiknistofnarnir ráða reikningi á launatengdum gjöldum, þannig er ekki hægt að flokka saman t.d. launaliði sem eru með orlofi og án orlofs, þetta er ekki sýnilegt nema fara í H3 Laun og skoða í Stofn/Launaliðir.

  • Skoða með stjórnendum hvernig áætlun á að bókast, ekki má setja saman í dálk liði sem ekki bókast eins.
  • Tilgreina í hvaða launaliði einingaverðið er sótt í hvern áætlunardálk.  Dæmi:  launaliðurinn Yfirvinna og Stórhátíðarkaup hafa báðir áætlunartegundina "Yfirvinna".  Í launaliðnum yfirvinna setjum við hak í reitinn"Áætlun einingarverð", þá er sótt sama einingaverðið fyrir báða launaliðina.  Ef stórhátíðarkaup skiptir verulegu málin inn í áætlunina höfum við þetta hins vegar í sér dálki.



5. Stilla dálka og reikna

  • Ef einhverjar breytingar eiga að verða á áætlunardálkunum frá því í síðustu uppsetningu stofnum við nýja færslu, smellum á Insert og setjum inn númer og nafn.

  • Við veljum inn áætlanadálkana sem eiga við árið, förum í Aðgerðir og veljum "Uppfæra tegundir" þá bætast áætlunarliðir inn í Stillismyndina fyrir neðan.

  • Í Stillir er reikniverkið í kerfinu, þegar búinn er til nýr gildistími erfist stillingin.  Við þurfum að yfirfara þetta.



6. Hlutfall opinberra gjalda

  • Tryggingagjald - Settur inn gildistími á forminu yyyymm og skráð hlutfall tryggingargjalds

  • Fjársýsluskattur- ef þitt fyrirtæki á að greiða fjársýsluskatt setur þú inn prósentuna, ef ekki setur þú inn 0.



7. Launatöflubreytingar

  • Launatafla - Ef gera á ráð fyrir breytingum á launatöflu á áætlunartímabilinu er það sett hér inn.  Launatöflunúmer, Gildistími á forminu yyyymm, og Breyting %.  Dálkurinn Heildarbreyting % sýnir okkur raunbreytingu þar sem hver prósentan leggst ofan á aðra ef fleiri en ein breyting er á töflunni á tímabilinu. 


8. Launatöfluhlutföll

  • Til þess að fá útreikning á tímum sem eiga að hlutfallast miðað við upphæð mánaðarlauna þurfum við að setja hlutföllin í töflu.  Ath! áætlunarkerfið les þetta ekki úr launakerfinu og því förum við í "Launatöfluhlutföll" í áætlunarkerfinu og gerum þetta þar.  Ef þú sérð ekki þessa töflu hjá þér skaltu hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að setja á þig frekari heimildir.  

  • Þessi tafla er  ekki sett upp fyrir hvert ár, hlutföll breytast sjaldan þó kjarasamningar breytist en geta þó gert það og þá er sett inn ný færsla.


9.Vinnustaða innan áætlana

Þegar áætlanagerðin er á margra höndum er gott að geta fylgst með framvindu hjá hverjum og einum.  Það gerum við með því að stofna stöðurofa sem síðan er notaður í áætlanagerðinni.
Stöðurofarnir geta verið eins og á myndinni hér til hliðar en hægt er að bæta við og breyta.

Þá væru allar færslu í áætluninni með stöðurofann "Nýtt" þegar upphafsáætlunin er stofnuð. 

Hver stjórnandi fyrir sig myndi merkja sínar færslur í vinnslu og síðan lokið.  Þegar búið er að yfirara áætlunina í heildina yrði hún sett á samþykkt og lokað yrði fyrir breytingar á henni.


10. Áætlanir

  • Við stofnum árið sem áætlunarhóp og ákveðum áætlunartímabil.

  • Á hópinn eru síðan settar áætlanir ársins.  

Til að vinna með áætlunina er farið í "Skráning launaáætlana"



  • No labels