Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 25 Next »

Breytingar á opnum tímavíddarfærslum

Ef breyta á opinni tímavíddarfærslu, án þess að búa til nýja tímavíddarfærslu með nýrri upphafsdagsetningu, er það gert með því að smella á örina lengst til vinstri:

Þegar smellt er á örina opnast skráningargluggi og þar er þá hægt að setja inn breytingar og vista með því að smella á hnappinn Áfram í hægra horninu niðri (CTRL+S eða diskettuna í vinstra horni uppi). Þá yfirskrifast opna tímavíddarfærslan en dagsetningin í reitnum Gildir frá breytist ekki og reiturinn Gildir til er áfram auður.

Allar breytingar á tímavíddarháðum reitum fara fram í þessum glugga.

Á myndunum hér fyrir neðan sést hvernig ráðningarhlutfalli hjá Kolbrúnu er breytt úr 100% í 80% með því að skrifa beint inn í reitinn Ráðningarhlutfall %:

Breytingar á ráðningarhlutfallinu eru settar inn og svo er vistað (CTRL+S):

Nýja prósentuhlutfallið (80%) skilar sér beint niður í opnu tímavíddarfærsluna og í svæðið fyrir ofan en upphafsdagsetningin á tímavíddarfærslunni breytist ekkert, hún er áfram 01.05.2020, og reiturinn Gildir til er áfram auður og þegar færslan hefur verið vistuð lítur glugginn svona út:

Nýjar tímavíddarfærslur búnar til

  1. Smella á plúsinn fyrir neðan tímavíddartöfluna:

Þá opnast þessi valmynd:

Núverandi gildi, svo sem núverandi starfsheiti, deild, verk og svo framvegis, sjást vinstra megin og hægt er að velja ný gildi hægra megin. Þegar búið er að skrá (í efstu línu) frá hvaða degi breytingarnar eiga að taka gildi og velja ný gildi hægra megin, þarf að smella á hnappinn Áfram í hægra horninu niðri, (CTRL+S eða diskettuna í vinstra horninu uppi).

Breytingar á áður skráðum tímavíddarfærslum:

Hægt er að breyta áður skráðum tímavíddarfærslum, þó aldrei lengra aftur í tímann en frumstillingarfærslan leyfir hverju sinni.

Aðeins er hægt að gera breytingar á opnum tímavíddarfærslum.

Ef gera þarf breytingu á lokaðri tímavíddarfærslu, þarf að byrja á að eyða út opnu færslunni og þá opnast næsta færsla fyrir neðan sjálfkrafa og þá er hægt að breyta henni (þó ekki ef hún tilheyrir uppfærðri útborgun).

Þegar búið er að lagfæra færsluna, þarf að búa aftur til færsluna eða færslurnar, sem eytt hafði verið út.

Breytingar fram í tímann

Hægt er að gera breytingar fram í tímann, þ.e. skrá nýjar tímavíddarfærslur með dagsetningu fram í tímann, sem taka þá ekki gildi fyrr en sú dagsetning rennur upp.

Á myndinni hér fyrir neðan sést að skráð hefur verið að Jóel muni láta af störfum þann 15. maí 2020:

Þar sem breytingarnar taka ekki gildi fyrr en 15. maí og sú dagsetning er ekki runnin upp, þá er efri hluti skjámyndarinnar óbreyttur eftir þessa skráningu en fyrirhugaðar breytingar sjást aðeins á tímavíddartöflunni á neðri hluta gluggans:

Þegar ný tímavíddarfærsla hefur verið skráð fram í tímann, breytast upplýsingarnar í efri hluta gluggans ekki fyrr en á þeim degi sem tímavíddarfærslurnar í neðri hlutanum eiga að taka gildi (hér 15.05.2020).

Athuga skal að þegar verið er að skrá starfsmenn hætta eða í leyfi þá verður að passa hvaða “Hópur(sía)” er verið að nota.

Athugið að þegar verið er að skrá starfsmann óvirkan fram í tímann.

Það er ekki hægt að skrá starfsmann óvirkan í sama mánuði og þú ert að gera launauppgjör á viðkomandi. Skrá verður viðkomandi óvirkan þegar launauppgjöri er lokið.

Ef viðkomandi er skráður hættur eins og skv ofangreindu dæmi er svo gerður upp í júní mánuði þá er hægt að gera nýja tímarvíddarfærslu frá 1.júli eða opna 15.5.2020 færsluna eftir að uppgjör er lokið og skrá viðkomandi óvirkan.

  • No labels