Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.


Info

Í kerfinu er annars vegar hægt að skrá viðmið sem gerðar eru til starfa og hins vegar til starfsmanns. Með því að nota starfaflokkun til að skrá viðmið á störfin er hægt að láta mörg störf hafa sömu skilgreiningarnar á bak við sig. Einnig er hægt að skrá persónubundin viðmið á hvern starfsmann ef þarf.


Uppsetning á gögnum byggir á fimm skrefum

Table of Contents
excludeUppsetning á gögnum byggir á fimm skrefum

1. Uppsetning yfirviðmiða

H3 - Laun - Stofn - Jafnlaunauppsetning - Yfirviðmið




Skráningin þarf að vera eftirfarandi:

  • Númer: Skrifa inn númer á yfirviðmiði. Gott er að setja upp númerakerfi þannig að auðvelt sé að þekkja í sundur viðmiðin svo sem 1000 fyrir fyrsta flokkinn og 2000 fyrir næsta og svo koll af kolli.
  • Nafn: Setja inn nafn á yfirviðmiði.
  • Tegund: Hér eru í boði þrír möguleikar:
    1. Starfaflokkun: Þegar þetta gildi er valið þá munu öll undirviðmið sem eru tengd viðkomandi yfirflokki birtast í starfaflokkun en ekki í starfsmanni. Gildi með þessa merkingu mynda stofn til stiga í jafnlaunateningi.
    2. Starfsmaður: Veldur því að undirviðmið sem eru tengd við þetta yfirviðmið verða bara aðgengileg í starfsmanni. Gildi með þessa merkingu mynda stofn til stiga í jafnlaunateningi.
    3. Ekki reiknað: Veldur því að undirviðmið sem eru tengd við þetta yfirviðmið verða bara aðgengileg í starfsmanni. Gildi með þessa merkingu mynda EKKI stofn til stiga í jafnlaunateningi. Þá tegund er hægt að velja ef notandi vill skrá upplýsingar um starfsmann án þess að þær hafi áhrif á sitgin. 
  • Staða: Sjálfkrafa kemur „virk“. Ef yfirviðmið er gert óvirkt þá hverfur það og allt tengt því úr listum bæði á starfaflokki sem og á starfsmanni.
  • Lýsing: Hér er hægt að bæta við lýsingu eða athugasemdum.




Info

Athugið að eftir að yfirviðmið hefur verið sett upp og tengt við undirviðmið er ekki hægt að breyta tegund yfirviðmiðs nema undirviðmiðum sé eytt. Því er mikilvægt að passa að þetta sé rétt gert í upphafi. Þau undirviðmið sem tengd eru við sama yfirviðmið munu öll bera sömu tegund.




2. Uppsetning undirviðmiða og tenging við yfirviðmið

H3 - Laun - Stofn - Jafnlaunauppsetning - Undirviðmið

Í undirviðmiðum eru kröfur og þrep sett upp. Að því loknu eru undirviðmiðin sett á starfaflokka og/eða starfsmenn.

Þegar smellt er á undirviðmið opnast þessi gluggi:


Skráning er eftirfarandi:

  • Númer: Skrifa inn númer á undirviðmiði.
  • Nafn: Setja inn nafn á undirviðmiði.
  • Yfirviðmið: Tengja við yfirviðmið
  • Tegund: Kemur sjálfkrafa þegar yfirviðmið er valið.
  • Staða: Segir til um hvort viðkomandi gildi sé virkt eða óvikt. Óvirkar færslur koma ekki fram í valmyndum.
  • Lýsing: Hér er hægt að bæta við lýsingu eða athugasemdum.

Neðri partur gluggans:

  • Þrep: Hér er hægt að setja annað hvort inn tölustafi eða texta. Þessi stærð er ekki reiknuð í jafnlaunateningi. Ekki er nauðsynlegt að þrep séu sett inn einkvæm.
  • Gildi: Hér er hægt að setja inn tölugildi á þrepi. Þessar tölur mynda síðan stofn til útreiknings á heildarstöðu yfirflokks, starfs og starfsmann

3. Uppsetning starfaflokka og skráning á kröfum á störfin

Laun-Stofn-Starfaflokkar-Starfaflokkar

Upplýsingar vegna jafnlaunavottunar eru skráðar inn hér undir Starfaflokkar; hér eru sem sagt Starfaflokkar stofnaðir og þær kröfur sem gerðar eru til starfa. Skráningin er eftirfarandi:

  • Númer: Skrá númer á starfaflokkinn.
  • Heiti: Skrá heiti á starfaflokkinn.
  • Flokkur: Velja flokk starfaflokkunar ef ætlunin er að nota það en ekki er nauðsynlegt að nota flokka (sjá leiðbeiningar meðar um stofnun flokka).
  • Starfsmat: Hér er valið það starfsmatkerfi sem við á, sjá nánar um starfsmat. 
  • Staða: Segir til um hvort viðkomandi atriði sé virkt eða óvirk.
  • Annað: Hér er hægt að skrá inn athugasemdir.


Undir- og yfirviðmiðataflan er tímaháð þannig að í teningi er hægt að sjá hvaða viðmið voru í gildi á ákveðnum tíma. Til þess að það sé hægt verður því að skrá nýjan gildistíma ef taflan breytist.


Til þess að skrá í töfluna þá er:

1. Smellt á plúsinn við Frá / Til.

2. Ef ekki er vitað hvað færslan á að gilda lengi þá þarf bara að skrá mánuð og ár í reitinn Frá. Dagsetningar er hægt að slá inn á forminu ddmmáá eða dd.mm.áá. Frá dagsetningin er fyrsti dagur valins mánaðar og Til dagsetningin verður lokadagsetning hvers mánaðar.

3. Smellt á Vista

4.  Smella á plúsinn í töflunni við hliðina til að bæta við nýrri línu.

5. Velja þarf úr stjörnumerktum reitum; Yfirviðmið, Undirviðmið og Númer þreps. Úr reitnum Númer þreps er valið þrep og gildi. 

6. Smellt á Vista

Flokkar starfaflokka

Laun-Stofn-Starfaflokkar-Flokkar starfaflokka

Hægt er að stofna yfirflokka starfaflokka en það er ekki nauðsynlegt. Fyrir þá sem vilja nýta það þá er smellt á Flokkar starfaflokka og eftirfarandi fyllt út:

  • Númer: Setja inn númer á flokkinn.
  • Heiti: Skrá heiti á flokkinn.
  • Staða: Segir til um hvort viðkomandi gildi sé virkt eða óvirkt.
  • Annað: Hér er hægt að bæta við lýsingu eða athugasemdum.


4. Tenging starfaflokka við störfin

Tengja þarf starfaflokka við þá starfsmenn sem við á. Á skjámyndinni Laun-Starfsmenn er reiturinn Starfaflokkur og þar má velja starfaflokk fyrir viðkomandi starfsmann.






Ef skrá á starfaflokk á marga starfsmenn í einu er best að byrja á að sía listann þannig að hann innihaldi starfsmenn sem eiga að fá sama flokk, til dæmis eftir starfsheiti. Hér á til dæmis að flokka eftir starfsheitinu Forritari, að vali loknu er smellt á Virkja eða einfaldlega smellt á Enter:







Því næst er hægt setja á efsta starfsmanninn í listanum þann starfaflokk sem óskað er eftir og fara svo í hægra horn reitsins (sjá svartan +) og draga gildið niður eftir listanum og fá þá allir valdir starfsmenn það gildi. Til að fá fram plúsinn þarf bendillinn að vera staðsettur í reitnum. Ef reitur er þannig að ekki er hægt að kalla fram gildi gæti þurft að velja Ctrl+T og má þá kalla fram gildi.





5. Að setja persónubundin viðmið á starfsmenn

Til þess að setja persónubundin viðmið á starfsmenn er farið í Laun-Starfsmenn og þar má finna flipann Jafnlaunaskráning sem skrá má færslu í (athugið að + til að bæta við færslu gæti verið mjög neðarlega í skjámyndinni þannig að þurfi að skrolla niður til að finna plúsinn).

Hér er hægt að velja inn yfir- og undirviðmið og þrep. Þessi tafla er ekki tímaháð þannig að með því að eyða úr töflunni eða bæta við þá breytast þær upplýsingar í teningi.

Hér mætti því skrá þau viðmið sem útskýra að starfsmaðurinn hafi önnur laun en aðrir starfsmenn í sama starfaflokki til dæmis sérstök lagni við þjónustu við viðskiptavini, sérhæfð þekking eða annað slíkt.

Skilgreining á yfirviðmiðum þeirra undirviðmiða sem skráð eru hér ákvarðar hvort persónubundin viðmið teljist með í jafnlaunavottun eða ekki, út frá því hvað skráð var í reitnum Tegund:

  • Ef yfirviðmið var merkt tegundinni Starfsmaður þá reiknast talan í dálkinum Gildi með heildarstigafjölda í jafnlaunateningi
  • Ef yfirviðmið var merkt tegundinni Reiknast ekki mun Gildi ekki reiknast með í heildarstigafjölda í jafnlaunateningi.
  • Yfirviðmið sem merkt eru tegundinni Starfaflokkun eru ekki aðgengileg hér.



Tengdar greinar

Filter by label (Content by label)
showLabelsfalse
max5
spacescom.atlassian.confluence.content.render.xhtml.model.resource.identifiers.SpaceResourceIdentifier@8eb
showSpacefalse
sortmodified
reversetrue
typepage
cqllabel in ( "persónubundin_viðmið" , "yfirviðmið" , "undirviðmið" , "jafnlaunavottun" , "starfaflokkar" ) and type = "page" and space = "H3"
labelslaun jafnlaunavottun undirviðmið yfirviðmið starfaflokkar persónubundin_viðmið