Jafnlaunavottun

Nýlega voru sett lög á Alþingi um að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skulu hafa jafnlaunakerfi og vottun að þau standist kröfur ÍST 85:2012.

Jafnlaunastaðallinn ber formlega heitið ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarkerfi sem setur fram vinnuferli sem fyrirtæki og stofnanir geta fylgt til að tryggja launajafnrétti á sínum vinnustað. Vinnuferlið byggir á innleiðingu markvissra og faglegra aðferða við ákvörðun launa, skjalfestum verklagsreglum, virkri rýni og stöðugum umbótum. Þetta kerfi á að geta nýst öllum fyrirtækjum og stofnunum, óháð stærð þeirra, starfsemi og hlutverki.

Í H3 er núna hægt að skrá inn upplýsingar vegna jafnlaunavottunar og taka þær út á auðveldan hátt. Þessi virkni kom í uppfærslu 7233.

Til þess að gera jafnlaunatening virkan þarf notandi að vera með aðgangseiningu 3012.

Virknin í H3 byggir á vinnu sem unnin var hjá ráðuneytinu og í samvinnu við nokkra viðskiptavini.

Gott er að skoða:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunastadall/

Jafnlaunastaðalinn 85:2012 má kaupa hjá Staðlaráði


 Tengdar greinar