Breyting á starfaflokki
Hægt er að gera breytingu á stigagjöf eða röðun starfaflokks. Starfaflokkar eru aðgengilegir bæði í H3 launum eða stjórnun undir valmyndinni jafnlaunagögn.
Breytingin er framkvæmd með þessum skrefum:
Smelltu á litlu örina í valmyndinni jafnlaunagögn og veldur starfaflokkar. Þá færðu yfirlit yfir alla starfaflokkana.
Opnar þann starfaflokk sem á að breyta - hér er dæmi um hvernig sú sýn lítur út.
Til að færa inn breytingu er fyrst smellt á plúsinn í tímalínuhlutanum. Þá opnast ný tímalína.
Velja þarf dagsetningu sem sýnir hvenær breytingin á að taka gildi og smellt á vista
Þá poppar upp gluggi sem býður þér að afrita úr fyrri tímaínu
Þægilegast er að velja já og breyta svo bara því undirviðmiði sem þarf. Hægt er að skrá skýringu við þá liði sem breytast frá fyrri tímalínu (fyrra mati)
Sömu leið má fara til að breyta röðun