H3 og stytting vinnuvikunnar
Hvað felst í styttingu vinnuvikunnar |
---|
Samið var um styttingu vinnuvikunnar eins og hún er skilgreind í kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn hljóðar upp á að virkur vinnutími styttist um 45 mínútur á viku m.v. fullt starf, útfært svo þannig hvað hentar hverjum og einum vinnustað. Vinnutímastytting tekur gildi 1. janúar 2020. Þá taka vinnutímaákvæði kjarasamninga breytingum og einnig deilitölur tímakaups. |
Stytting vinnuvikunnar |
Við höfum skoðað tillögur VR við styttingu gagnvart H3 Launum. Atvinnurekendur eiga að hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:
Samkomulag skal hafa náðst eigi síðar en 1.desember 2019, ef samkomulag næst ekki þá styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miða við fullt starf 1.1.2020. |
Hvað þarf að gera í H3 óháð leiðum |
1. Vinnuskylda 100% breytist í H3Dæmi Starfsmaður í verslun VR og SA > Var Dæmi Starfsmaður í verslun VR og SA > Verður 2. Breyting á % hlutfalli fyrir tímakaup fyrir dagvinnu í takt við nýja vinnuskyldu.
|
3. Reikna þarf upp orlofstíma pr. mánuð og setja í Deilitölu orlofs hjá starfsmönnum.
Formúla: Vinnuskylda 100% x orlofs%= orlofstímar pr mánuð Dæmi 167,94 x 10,17 % = 17,08 ávinnsla pr mánuð hjá starfsmanni. Vinnuskylda miða við 100% starf er sett í reit í H3 Starfsmenn – Orlof -> Deilitala/Orlofstímar
Formúla: vinnuskylda pr dag x orlofsréttur í dögum / 12 Dæmi: 7,75 x 24 / 12 = 15,50 ávinnsla pr mánuð hjá starfsmanni. Ávinnsla pr mánuð sett í reit í H3 Starfsmenn – Orlof -> Deilitala/Orlofstímar |
Útfærsluleiðir |
A: Hver dagur styttist um 9 mínútur (m.v. fullt starf) – Starfsmenn fara frá vinnu 9 mínútum fyrr eða mæta til vinnu 9 mínútum síðar á dag. B: Hver vika styttist um 45 mínútur (m.v.fullt starf) – Starfsmaður safnar vinnutímastyttingunni hvort sem er til að taka hana út t.d. vikulega, á 2ja vikna fresti, mánaðarlega eða safnar upp yfir lengra tímabil. C: Safnað upp innan ársins - Ef starfsmaður safnar vinnutímastyttingunni upp til töku í fríi síðar, þarf að passa að það blandist ekki saman við orlofið skv. kjarasamningi, heldur sé skráð og haldið utan um sérstaklega sem uppsafnað frí vegna vinnutímastyttingar. Ef valin er leið C þá þarf að útfæra þetta sérstaklega í H3. Stofna þarf réttindalaunalið, R.Vinnutímastytting, Niðurfærsluliður 105XXX Dagvinna Vinnutímastyttingu/101XXX Mánaðarlaun Vinnutímastytting Ef óskað er eftir frekari aðstoð þá hafið samband við h3@advania.is D: Vinnutímastytting með öðrum hætti – Þarf að skoða sérstaklega út frá því samkomulagi. |
Önnur áhrif |
Hefur engin áhrif á launalaust leyfi, en launalaust leyfi hefur þau áhrif að starfsmaður ávinnur sér ekki styttingu þegar hann er í launalausu leyfi. Í veikindum þá ávinnur starfsmaður sér vinnutímastyttingu, þar sem hann fær greitt eins og hann væri að vinna. |
Niðurstaða |
Hver sem niðurstaðan verður á milli launagreiðanda og launþega þá þarf að gera viðeigandi breytingar í H3 skv kafla „Hvað þarf að gera í H3 óháð leiðum“. Einnig þarf að skoða viðeigandi breytingar í viðveru -og tímaskráningarkerfum. Nánari upplýsingar um vinnutímastyttingu má finna á vefsíðum stéttarfélagana. VR Stéttarfélag > Sytting vinnuvikunar SSF Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja > Vinnutímastytting - spurningar og svör |