...
Starfsgreining - stofna kröfur
Starfsgreiningar eru notaðar til að halda utan um kröfur sem fyrirtækið gerir til hópa starfsmanna eða jafnvel allra starfsmanna. Hægt er að stofna starfsgreiningar fyrir eftirfarandi hópa (þ.e. skipulagsheildareiningar); fyrirtækið í heild (Launagreiðandi), deildir, verk, starfsstéttir, starfsheiti, eða staka starfsmenn. Á starfsgreininguna eru svo settar þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi hópa Hægt er að gera kröfur um:
- Skráningu aðstandanda (að upplýsingar um nánustu aðstandendur séu skráðar í H3)
- Efni (að starfsmaður hafi lokið ákveðnu námskeið/fræðsluviðburði)
- Menntun (að starsfmaður hafi tiltekna menntun)
- Tegundir hluta (að starfsmaður hafi fengið ákveðinn hlut sbr. tölvu, sími, aðgangkort o.s.frv.)
- Tegundir skírteina (að starfsmaður hafi náð sér í ákveðin réttindi (skírteini) og að það sé í gildi)
- Tegundir viðhengja (að starfsmaður hafi ákveðna tegund viðhengja vistuð í skjalaskáp)
- Tegundir þekkingar (að starfsmaður hafi aflað sér ákveðinnar þekkingar)
Starfsgreiningar eru notaðar til að hafa yfirsýn yfir kröfur gagnvart starfsmönnum. Þegar stofnaðar hafa verið kröfur er hægt að taka út Vöntunarlista út Vöntunarlista en hann birtir yfirlit yfir óuppfylltar kröfur á starfsmenn. Einnig er hægt að skoða stöðu allra karfna á Starfsgreiningaryfirliti.
Til að stofna kröfu eða kröfur fyrir ákveðinn hóp eða einstaklinga er smellt á Starfsgreining og ný færsla stofnuð.
...