Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.


Nýlega voru sett lög um að fyrirtæki  og stofnanir sem eru með 25 eða fleiri starfsmenn skuli hafa vottun á því að jafnlaunakerfið standist kröfur ÍST 85:2012.

Jafnlaunastaðallinn ber formlega heitið ÍST 85:2012 - Jafnlaunakerfi - Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarkerfi sem setur fram vinnuferli sem fyrirtæki og stofnanir geta fylgt til að tryggja launajafnrétti á sínum vinnustað. Vinnuferlið byggir á innleiðingu markvissra og faglegra aðferða við ákvörðun launa, skjalfestum verklagsreglum, virkri rýni og stöðugum umbótum. Þetta kerfi á að geta nýst öllum fyrirtækjum og stofnunum, óháð stærð þeirra, starfsemi, og hlutverki.

Í H3 er hægt að skrá inn upplýsingar vegna Jafnlaunavottunar og taka þær út á auðveldan hátt ásamt upplýsingum tengdum starfsmanninum úr kerfinu.  Uppsetning í kerfinu byggir á vinnu sem unnin var hjá ráðuneytinu og sjá má á síðunni:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunastadall/

Jafnlaunastaðalinn  85:2012 má kaupa hjá Staðlaráði

Info

Í kerfinu er annars vegar hægt að skrá viðmið sem gerðar eru til starfa og hins vegar til starfsmanns. Með því að nota starfaflokkun til að skrá viðmið á störfin er hægt að láta mörg störf hafa sömu skilgreiningarnar á bak við sig. Einnig er hægt að skrá persónubundin viðmið á hvern starfsmann ef þarf.

...

Page Properties
hiddentrue


Related issues