...
Til að taka út launaseðla er farið í Úttak - Launaseðlar - Launaseðlar, rétt útborgun valin Í kerfinu er og svo er hægt að velja hvernig seðlarnir raðast, eftir kennitölu, nafni, deild o.fl. Það er t.d. hægt að velja í reitinn Röðun, deild í fyrri reitinn og svo kennitölu í seinni reitinn, þá raðar kerfið launaseðlunum fyrst eftir deildum í númeraröð og síðan í kennitöluröð innan hverrar deildar.
Helstu atriði sem þarf að yfirfara eru
Allar tölur eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn lífeyrissjóða á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn stéttarfélaga á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn gjaldheimtna á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Skoða hvort uppsetning á haus og allar upplýsingar sem eiga að koma fram þar eru réttar
Skoða hvort Samtals frá áramótum, neðst á seðlinum skilar sér ekki rétt.
Að auki eru í kerfinu ýmsir listar og skýrslur sem henta vel til afstemminga, sjá nánar hér
...