Þegar búið er að lesa inn allar innlestrarkrár og skrá inn á launamenn allt sem á að vera í fyrstu útborguninni þarf að yfirfara og stemma alla launaliðina af við útborgun í gamla kerfinu.
Nauðsynlegt er að taka út fyrirtækjalista fyrir mánuðinn sem er heildarlisti fyrir allar launafærslur í mánuðinum, sundurliðaður niður á launaliði. Bera þarf svo þennan lista saman við sambærilegan lista í gamla launakerfinu. Farið í Laun - Afstemmingar - Skýrslur - Fyrirtækjalisti, útborgunin sem verið er að vinna í á að koma sjálfgefin í valið og svo er smellt á Skoða á skjá. Hér er þá hægt að bera launaliðina saman við útborgun í gamla kerfinu. Hægt er að smella á launaliðina til að sjá sundurliðun á þeim. Hér eiga allar tölur að stemma en þó getur verið um einhvern krónumun að ræða. Til að finna mismuninn er hægt að taka út launaseðla og bera saman við launaseðla úr gamla kerfinu. Þó ekki sé um mun að ræða er góð regla að yfirfara launaseðlana samt sem áður.
Til að taka út launaseðla er farið í Úttak - Launaseðlar - Launaseðlar, rétt útborgun valin og svo er hægt að velja hvernig seðlarnir raðast, eftir kennitölu, nafni, deild o.fl. Það er t.d. hægt að velja í reitinn Röðun, deild í fyrri reitinn og svo kennitölu í seinni reitinn, þá raðar kerfið launaseðlunum fyrst eftir deildum í númeraröð og síðan í kennitöluröð innan hverrar deildar.
Helstu atriði sem þarf að yfirfara eru
Allar tölur eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn lífeyrissjóða á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn stéttarfélaga á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Nöfn gjaldheimtna á launaseðli eiga að stemma við samanburðarseðil
Skoða hvort uppsetning á haus og allar upplýsingar sem eiga að koma fram þar eru réttar
Skoða hvort Samtals frá áramótum, neðst á seðlinum skilar sér ekki rétt.
Að auki eru í kerfinu ýmsir listar og skýrslur sem henta vel til afstemminga, sjá nánar hér
Þegar búið er að bera þetta saman og allir launaliðir stemma þá er hægt að fara í að uppfæra launin.