Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.
Comment: Bætti inn upplýsingum um gæðastaðla og að ráðgjafi þarf að kveikja á virkninni.

Starfslýsingar innihalda meðal annars upplýsingar um ábyrgðarsvið og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna og kortleggja tilgang og markmið ólíkra starfa hvers vinnustaðar. Laga má formið að þörfum hvers fyrirtækis.

Starfslýsingar í H3 aðstoða þig við að uppfylla gæðastaðla, þar sem þær eru útgáfustýrðar og hafa ákveðinn gildistíma, auk þess sem hægt er að skoða aftur í tímann hvaða starfslýsing var í gildi á hverjum tíma. Hægt er að tengja hverja starfslýsingu við marga einstaklinga sem stuðlar að samræmi í starfslýsingum innan vinnustaðar. Auðvelt er að gera breytingar á tiltekinni starfslýsingu hjá öllum tengdum starfsmönnum í einu. 

Hægt er að tengja hvaða starfslýsingu sem er við hvaða starfsmann sem er, óháð bæði starfsheiti hans og deild.

Fyrst Til að byrja að nota starfslýsingar þarf ráðgjafi Advania að setja virknina upp, kveikja á henni og laga að þörfum þíns fyrirtækis. Hafðu samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar.  Þegar búið er að setja virknina af stað þarf að búa til eyðublað fyrir starfslýsingar (sjá Gera eyðublað), svo eru starfslýsingarnar sjálfar settar upp, þá þarf að gefa þær út og að lokum er hver starfslýsing tengd einum eða fleiri starfsmönnum.

...