Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Í listum í kerfinu er til staðar sú virkni að þegar nafn er valið og smellt á Ctrl+M opnast gluggi þar sem hægt er að skrifa minnispunkta varðandi viðkomandi starfsmann. Einnig er hægt að stilla minnisatriðið þannig að send verði áminning á þann aðila sem skráði minnispunktinn og tekinn frá tími í dagatali ef tímamörk eru á að notandi klári verkefni er varða viðkomandi starfsmann. Einungis sá sem skráir minnispunktinn getur breytt eða eytt honum.

Yfirlit skráðra minnispunkta er svo aðgengilegt í Stofni:

...

Þarna má bæta við fleiri minnispunktum og einnig breyta þeim sem fyrir eru eða gera þá óvirka ef þeir eiga ekki við lengur. Athugið að einungis sá sem stofnar minnispunkt getur breytt eða eytt honum.
Sem fyrr segir er hægt að sjá lista yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið með því að fara í Stofn í Laun - Stofn - Minnispunktar,

...

Umsjónaraðili kerfisins gefur aðgang að virkninni fyrir persónuvernd, en nálgast má virknina á Laun eða Stjórnun flipanum í H3+. 

  • Til að opna fyrir virknina á Laun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1001 - GDPR H3 Laun
  • Til að opna fyrir virknina á Stjórnun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1101 - GDPR H3 Mannauður

Til að sækja upplýsingar starfsmanns er smellt á hnappinn Persónuvernd. Þá opnast gluggi þar sem slá má inn kennitölu þess starfsmanns sem um ræðir og smellt á Leita. Undir liðnum Annað má finna Minnispunktana:

Í listanum er hægt að haka við einstaka liði, eða alla, og mun valið endurvarpast í gögnunum sem afhent eru. Loks eru gögnin tekin út í Excel eða Json skjal með því að smella á viðkomandi hnappa. H3 birtir þá glugga þar sem skráð er nafn skjalsins og hvar á að vista það.


ATH. Við mælum eindregið með að velja vel hver fær aðgang að virkninni fyrir persónuvernd, þar sem með þessum aðgangi sér notandinn öll gögn starfsmannsins frá upphafi, jafnvel þó þeim hafi verið eytt úr H3.