Í listum í kerfinu er til staðar sú virkni að þegar nafn er valið og smellt á Ctrl+M opnast gluggi þar sem hægt er að skrifa minnispunkta varðandi viðkomandi starfsmann. Einnig er hægt að stilla minnisatriðið þannig að send verði áminning á þann aðila sem skráði minnispunktinn og tekinn frá tími í dagatali ef tímamörk eru á að notandi klári verkefni er varða viðkomandi starfsmann. Einungis sá sem skráir minnispunktinn getur breytt eða eytt honum.
Yfirlit skráðra minnispunkta er svo aðgengilegt í Stofni:
- Laun: Til að fá yfirlit yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið í kerfið er gefðinn aðgangur að einingu salary0100 - Laun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M - ATH að sá sem er með þessa einingu sér ALLA minnispunkta sem hafa verið skráðir í kerfið. Eftir apríl uppfærsluna 2022 eru minnispunktar starfsmanns sem skráðir eru með kennitölu eða starfsnúmer í reitinn "Númer" aðgengilegir í gegnum "Skrá tíma og laun skjámyndina".
- Stjórnun: Til að fá yfirlit "Mína minnispunkta" í Stjórnun er gefin aðgangur að einingu hrm0100 - Stjórnun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M (til að einingin virki þarf einnig að fá aðgang að Stofni undir Stjórnun með einingunni hrm0005)
ATH. Stilla þarf netföng til að áminningar berist; annars vegar þarf að vera netfang á viðkomandi notanda (Kerfisumsjón - Notandi) og hins vegar þarf að stilla netfang sem áminningin er send úr.
Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa okkar í netfangið h3@advania.is til að fá aðstoð við það (appointmentMailFrom og smtp user + pass í stillingum).
Minnispunktar á einstaklinga
Hér á eftir fara leiðbeiningar um það hvernig skrá má minnispunkta á einstaklinga:
Einstaklingurinn sem á að skrifa minnispunkta vegna er valinn og smellt á Ctrl+M. Gluggi opnast þar sem skrifa má minnispunkt, sjá dæmi hér að neðan:
- Hægt er að stilla tímamörk vegna viðkomandi minnispunktar. Þá er hakað í "Athuga fyrir dags." og smellt á píluna við hlið tímasetningarinnar og valin sú tímasetning sem viðkomandi minnispunkti skal vera lokið fyrir.
- Þá má einnig haka í "Senda áminningu í tölvupósti". Þá fær notandinn sendan viðburð í dagatalið sitt sem mun svo minna á punktinn á valinni tímasetningu. Hér má sjá dæmi um áminningu sem notandi fær:
- Hér má sjá dæmi um það þegar fleiri en einn minnispunktur hafa verið skráðir á einstakling og smellt er á Ctrl+M:
Minnispunktar á launagreiðanda
Hægt er að skrá minnispunkta á Launagreiðanda (ctrl+M í Launagreiðanda) og birtist þá minnispunkturinn á launaseðli.
Undir Stofn - Stillir - Hlaun - Launaseðill setja stillinguna "sýna lgr. minnistexta" á Já
- Nóvember 2021 (uppfærsla 8888)
- Til þess að fá inn þetta texta svæði þarf að hafa samband við viðskiptabanka og biðja um að skipt sé yfir í nýja stílsniðið H3LS_002
Persónuvernd (GDPR) og minnispunktar:
Umsjónaraðili kerfisins gefur aðgang að virkninni fyrir persónuvernd, en nálgast má virknina á Laun eða Stjórnun flipanum í H3+.
- Til að opna fyrir virknina á Laun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1001 - GDPR H3 Laun
- Til að opna fyrir virknina á Stjórnun flipanum, gefðu fullan aðgang að einingu gdpr1101 - GDPR H3 Mannauður
Til að sækja upplýsingar starfsmanns er smellt á hnappinn Persónuvernd. Þá opnast gluggi þar sem slá má inn kennitölu þess starfsmanns sem um ræðir og smellt á Leita. Undir liðnum Annað má finna Minnispunktana:
Í listanum er hægt að haka við einstaka liði, eða alla, og mun valið endurvarpast í gögnunum sem afhent eru. Loks eru gögnin tekin út í Excel eða Json skjal með því að smella á viðkomandi hnappa. H3 birtir þá glugga þar sem skráð er nafn skjalsins og hvar á að vista það.
ATH. Við mælum eindregið með að velja vel hver fær aðgang að virkninni fyrir persónuvernd, þar sem með þessum aðgangi sér notandinn öll gögn starfsmannsins frá upphafi, jafnvel þó þeim hafi verið eytt úr H3.