Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Reiknireglur eru notaðar til að reikna út úr tímastimplunum starfsmanna og skipta viðverutímanum niður í rétta taxta s.s. dagvinnu, yfirvinnu eða álag.

Reiknireglur geta einnig innihaldið aðrar upplýsingar svo sem:

  • Vinnuskyldu starfsmanns

  • Sjálfvirkra tímastimplun fyrir óunna vinnu á hátíðis- og helgidögum

  • Útreikningi og innlögn í tímabanka vegna hvíldartímabrota

  • Rúnnun á mætingu eða brottför

  • Meðhöndlun mismunandi ástæðna við tímastimplun

  • Önnur atriði eins og við á fyrir þann kjarasamning sem starfsmaður tilheyrir

Til að Bakvörður geti meðhöndlað tímastimplanir starfsmanns verður að vera búið að setja reiknireglu á starfsmanninn. Það er gert í starfsferli starfsmanns.

Reiknireglur valdar á starfsfólk

  • Við gerð og val á reiknireglum er mælst til þess að hafa reiknireglur sem almennastar þannig að þær verði ekki óþarflega margar og hægt að gera breytingar á reiknireglum fyrir stóran hóp starfsmanna í einu.

  • Almenna reglan er sú að tilheyri hópur starfsmanna sama kjarasamningi er hægt að setja á hann sömu reiknireglu - jafnvel þótt starfshlutfall starfsmanna sé mismunandi.

Info

ATHUGIÐ: Þegar skipt er um reiknireglu starfsmanns mælt með því að búa til nýjan starfsferil til þess að útreikningur skv. fyrri reiknireglu haldist óbreyttur