Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Mælikvarðar

Búið er að setja upp 15 mælikvarða sem reikna ýmsar stærðir sem birtast á flísum á verkborðinu. Hver mælikvarði er skilgreindur sérstaklega.

Ekki er hægt að færa flísarnar til en mögulegt er að breyta hvað hver flís sýnir með því að smella á táknið í hægra horninu á hverri flís. Þá birtist listi með öllum mælikvörðum sem eru í boði og þarf einungis að velja nýjan.

Í fræðslumælikvörðunum "Komið á tíma" og "Runnið út" er hægt að smella á niðurstöður mælikvarðanna og þá opnast Þekkingaryfirlit með þeim starfsmönnum sem viðkomandi hefur aðgang að.

Allir mælikvarðar sýna núverandi stöðu í kerfinu miðað við gefnar forsendur.



Stilling á mælikvörðum

Farið er í Stjórnun, smellt á Mælikvarðar og þá opnast listi með öllum þeim mælikvörðum sem eru í boði.

Image Added

Til þess að stilla mælikvarðana af er farið í hvern og einn og hann stilltur. Mælikvarðarnir eru byggðir þannig upp að þeir telja með þau atriði sem hakað er í hverju sinni.

Uppsetningin er einföld:

  • Fara inn í mælikvarða og tvísmella á línu sem á að vinna með. Þá opnast skjámynd sambærileg þeirri sem sjá má hér til hægri.
  • Taka hakið úr þeim atriðum sem ekki á að telja með eða tímabil valin.
  • Fara neðst og smella á vista og reikna hnappinn



Image Added




Image Added