Rafræn skil á launaseðil í heimabanka starfsmanna er það sem flestir launagreiðendur og launþegar kjósa.
Það sem þarf að gera áður en seðlarnir eru sendir rafrænt í fyrsta skipti má sjá hér.
Ef seðillinn er prentaður á pappír prentast hann út með allri uppsetningu og því þarf ekki að nota forprentaða seðla.
Notendur geta haft nokkur áhrif á það hvernig seðillinn lítur út, í Stofn / Stillir / HLaun-Launaseðill eru þau atriði sem hægt er að breyta, sjá mynd hér til hliðar.
Í uppfletti má sjá þá valmöguleika sem eru í boði.
- Fyrirsögn - ef þetta er tómt kemur LAUNASEÐILL
- Haus á launaseðli - Vinstri eða Hægri, segir til um hvoru megin fyrirsögnin kemur
- Röðunarnr.texti - Ef þú vilt t.d. birta á seðlinum einhverjar upplýsingar sem ekki er verið að halda utanum í launkerfinu almennt, eins og t.d. starfsnúmer úr tímaskráningarkerfi getur þú notað þennan reit, að því gefnu að þú sért búin að setja númerið í reitinn "Röðunarnúmer" í starfsmannamyndinni og setja Já í Stillinn hér til hliðar í "Sýna röðunarnúmer"
Svona birtist þetta þá á launaseðlinum.
- Skýringartexti - kemur neðst í hægra horni seðilsins, ef hann er prentaður á pappír úr kerfi.
Note |
---|
Til að vista breytingar í ferlinum hér til hliðar er smellt á "Skrá gildi" |
Til að prenta seðilinn er farið í Úttak / Launaseðlar / Prenta. Ef einhver starfsmannaskjámynd er opin kemur kennitala þess aðila inn í prentgluggann, annars koma frá til skilyrði á Launamanninn tómar. Ef velja á að prenta alla seðla eða skoða á skjá óháð skilaaðgerð í Launamenn er valið "Allir" í Tegund launaseðils.
Farið er á milli launaseðla með PageUp og PageDown eða smellt á örvatakkana efst í myndinni. Þar er fleiri möguleikar t.d til að senda seðla í tölvupósti. Athugið bara að það fara allir seðlar á sama netgang og á því bara við ef senda á yfirmanni alla seðlana, ef senda á til launamanna þarf að velja í upphafi að prenta bara út einn seðil.
Lógó - Merki fyrirtækis á útprentaða launaseðla
Lógó er sett sem viðhengi á launagreiðanda: Stofn / Launagreiðandi og þar er sækir þú lógóið í möppuna sem þú hefur vistað það niður í.
Merki fyrirtækis þarf að vera mynd á png sniði. Merkið getur verið annað hvort hægra eða vinstra megin efst á síðu. Merkið þarf að vera 1,2 cm á hæð og 9 cm á breidd. Sé merkið minna þarf að setja það til hægri á hvítum bakgrunni ef það á að vera hægramegin en til vinstri á hvítum bakgrunni ef það á að vera til vinstri á launaseðli. Gott er að upplausn myndarinnar sé amk 150 dpi (dpi - punktar á tommu).
Lógó er sett sem viðhengi á launagreiðanda: Stofn / Launagreiðandi og þar sækir þú lógóið í möppuna sem þú hefur vistað það niður í.