Rafrænir launaseðlar

Til þess að geta birt launaseðla rafrænt í heimabanka starfsmanna þarf að byrja á því að gera samning við viðskiptabanka fyrirtækisins.


Upphafsstillingar í launakerfinu:

1. Keyra upp skrá: .. client\setup\Crystal_Reports_viewer\CR90DBEXWIN_EN_200403.EXE

    Ferlinu er fylgt og smellt á Next.Next..... upp kemur  gluggi sem segir „Failed to create backupfolder" og þar sem við erum ekki að taka afrit er haldið áfram og uppsetningin klárast.

2. Dagsetningaformatið á vélinni sem keyrir seðlana þarf að vera dd.MM.yyyy.  Það má sjá á færsludagsetningum útborgana hvort svo sé.  Ef þetta er rétt sérðu dagsetninguna svona  01.07.2017  Ef hún er 1.7.2017 þarf að breyta formatinu í Control Panel.

3. Það þarf að fara í launamennina og breyta Launaseðill í Rafrænn á þeim sem eiga að fá rafrænan seðil.  Í "Aðgerðir" neðst í vinstra horni skjámyndarinnar má breyta þessu hjá öllum í einu ef það á við.

4. Senda fyrst prufuskrá til bankans með 2-3 seðlum, biðja það fólk um að fara í heimabankana sína og skoða hvort seðlarnir líti vel út og logó-ið sé inni.


Minnum á breytingar á formati á skráarsendingu launaseðla í heimabanka sem var send út síðla árs 2021

Tilkynning frá RB/viðskiptabankar

RB hættir að taka við launaseðlum á txt skráarformi frá og með 15.12.2024.

Einnig mun aðgerðin Senda launaseðla í heimabanka með txt vera gerð óaðgengileg frá og með desember uppfærslu.