Uppsetning samtalna

Úttak / Launaseðlar / Uppsetning samtalna - Hér er sett upp það sem á að birtast á launaseðli í "Samtals frá áramótum".  Hægt er að stjórna því hvar hver samtala á að vera þ.e. hvernig upplýsingarnar eiga að birtast launþegum.  Mikilvægt er að þessi uppsetning sé sett upp á einfaldan hátt fyrir launþegana þannig að launaseðillinn verði auðlesanlegur.


Þegar breyta þarf reit eða bæta við launaliðum í uppsetningu launaseðils er það gert á eftirfarandi hátt:

  • Smellt er á færslu í lista og farið í "Skráning"  Þar er sett inn fyrirsögn,  tegund, ákveðið upphaf samtölu og fjöldi aukastafa.  Ef tegund samtölu er upphæð er ástæðulaust að hafa aukastafi.  Möguleikarnir í Tegund samtölu eru: Upphæð, Skattskyld, Heildarlaun, Tímar, Dagar, Vikur, Mánuðir og Einingar. Sem dæmi þá myndum við nota Tímar ef við værum að setja upp dálk fyrir orlofsinneign.

  • Möguleikarnir sem við höfum í Upphaf samtölutímabils eru: Áramót, Útborgun, Allar uppfærðar útborganir, Orlofsáramót, Orlofsáramót e.mánuðum, Réttindi, Áunnið og Söfnun.

    Svona eru möguleikarnir notaðir:

    • Áramót - Fyrir krónutöluliði sem eiga að leggjast saman frá 01.01. ár hvert

    • Útborgun - Einungis færslur úr þessari útborgun, notað fyrir t.d. starfsaldur sem lesinn er úr tímaskráningarkerfi í hverjum mánuði.

    • Allar uppfærðar útborganir - Allar færslur lagðar saman frá því kerfið var tekið í notkun, á við um t.d. hvíldartímana sem fyrnast ekki.

    • Orlofsáramót - ef byrja á nýja talningu 01.05

    • Orlofsáramót e. mánuðum - notað ef verið er að greiða t.d. vikulaun og síðasta útborgun aprílmánaðar er með dagsetningu í maí.

    • Réttindi - eftirstöðvar orlofs frá fyrra orlofstímabili, réttur til töku núna.

    • Áunnið - áunnið orlof á yfirstandandi orlofstímabili, til frítöku á næsta tímabili.

    • Söfnun - þessi tegund er ekki notuð í dag.

  • Til að setja launaliðina undir er  farið í "Launaliðir í samtölu" Ýtt á F5 og skrifaður inn launaliður.  Færslan vistast þegar farið er úr línunni, það er hægt að gera með því að ýta tvisvar á Enter eða nota örvatakkana upp eða niður. Í hvert skipti sem stofnaður er nýr launaliður í launakerfinu þarf að taka afstöðu til þess hvort sá launaliður fari í uppsöfnun eða ekki og þá í hvaða samtöludálk hann er settur

Breytingu á uppsetningu má gera hvenær sem er.  Ný uppsetning kemur þá fram við næstu prentun á launaseðlum.  Sem dæmi má nefna að ef búið er að prenta launaseðla þegar uppgötvast að uppsetning áramótastöðu er röng, er hægt að breyta henni og prenta launaseðla aftur. 

Svona er orlofið skilgreint í uppsetningunni:

Hér að neðan er mynd af skjámyndinni, sem er þrískipt.  Ef hún sést ekki öll þarf að draga myndina til, það er gert með því að benda í kantinn þar til þú sérð örvamerki birtast þá er smellt og dregið til.

Ferli: Úttak - Launaseðlar - Uppsetning launaseðla

Birtist listi, svo er smellt í skráning til að skilgreina þá launaliði sem við á.



Uppbygging framsetningar á samtölunum er samkvæmt neðangreindri mynd. Númer samtölunnar raðast á launaseðilinn eins og kemur fram í töflunni. Ekki er hægt að hafa fleiri en 36 samtölur