Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Stjórnun – Mannauður

Til að senda tölvupóst á starfsmenn er fyrst farið í Mannauður og viðkomandi starfsmenn valdir úr listanum. Hægt er að velja einn starfsmann eða marga í einu:

  • Til að velja marga starfsmenn sem eru í röð þarf að smella fyrst á þann sem er efst í listanum, halda Shift takkanum niðri og smella svo á þann sem er neðst í listanum.
  • Til að velja marga starfsmenn sem eru ekki í röð þarf að halda Ctrl takkanum niðri á meðan smellt er á viðkomandi starfsmenn.

Næst er smellt á  Senda tölvupóst undir Aðgerðir

Image Added

Þá opnast glugginn hér að neðan. Velja þarf tölvupóstsniðmátið sem á að nota úr fellilista. Hægt er að breyta textanum að vild. Undir Viðtakendur má sjá þá starfsmenn sem valdir hafa verið og munu fá póstinn sendan.

Image Added 

Notendur geta haft mismunandi sýn á kerfið, allt eftir aðgangsheimild hvers og eins.  Ekki er víst að þú hafir aðgang að þessari valmynd eða kerfiseiningu sem valmyndin er í. Smelltu hér til að hafa samband ef þú sérð ekki aðgerðina Senda tölvupóst, en vilt fá hana inn hjá þér.