Starfslýsingarnar eru notaðar til að halda utan um nauðsynlegar upplýsingar um störf sem unnin eru hjá fyrirtækinu.
Hægt er að útgáfustýra starfslýsingunum í H3+ og gefa þeim ákveðinn gildistíma.
Hver starfslýsing getur verið tengd einum eða fleiri starfsmönnum sem sinna sömu verkefnum hvort sem starfsmennirnir, sem þeim tengjast, eru í sömu deild eða ekki.
Info |
---|
Athugið: Þegar starfslýsing er gefin út eða er uppfærð er hægt að láta alla starfsmenn sem tengdir eru starfslýsingunni sem og stjórnendur þeirra fá póst með upplýsingum um nýja starfslýsingu. |
Starfslýsingar innihalda meðal annars upplýsingar um ábyrgðarsvið og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna og kortleggja tilgang og markmið ólíkra starfa hvers vinnustaðar.
Starfslýsingar í H3 Laga má starfslýsingarformið að þörfum hvers fyrirtækis. Athuga þarf þó að eingöngu er eitt starfslýsingarform í boði hjá hverju fyrirtæki.
Starfslýsingar aðstoða við að uppfylla gæðastaðla, þar sem þær eru útgáfustýrðar og hafa ákveðinn gildistíma, auk þess sem hægt er að skoða aftur í tímann hvaða starfslýsing var í gildi á hverjum tíma.
Hægt er að tengja hverja starfslýsingu við marga einstaklinga sem stuðlar að samræmi í starfslýsingum innan hópa viðkomandi vinnustaðar.
Auðvelt er að gera breytingar á tiltekinni starfslýsingu hjá öllum tengdum starfsmönnum í einu.
Hægt er að tengja hvaða starfslýsingu sem er við hvaða starfsmann sem er, óháð bæði starfsheiti hans og deild.
Fyrst
Til að byrja að nota starfslýsingar þarf ráðgjafi Advania að setja virknina upp, kveikja á henni og laga að þörfum þíns fyrirtækis. Hafðu samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar. Þegar búið er að setja virknina af stað þarf að búa til eyðublað fyrir starfslýsingar (sjá Gera eyðublað), svo eru starfslýsingarnar sjálfar settar upp, þá þarf að gefa þær út og að lokum er hver starfslýsing tengd einum eða fleiri starfsmönnum.
Búa til nýja starfslýsingu
Veldu Starfslýsingar starfsmanna > Starfslýsingar
> smelltuSmelltu á hvíta blaðið til að búa til nýja færslu.
Gefðu starfslýsingunni einkenni og heiti > vistaðu með Ctrl+S.
Smelltu á Breyta > skráðu upplýsingar í reitina á eyðublaðinu
> smelltu.
...
Smelltu á Vista.
...
Þegar starfslýsingin er tilbúin, þarftu að smella á Gefa
út > Áframút áður en þú getur tengt hana við viðkomandi starfsmenn. Fyrsta útgáfa af starfslýsingu fær alltaf sjálfkrafa útgáfunúmerið 1.0.
...
Breyta starfslýsingu
Ef þú vilt breyta starfslýsingu sem gefin hefur verið út, þarftu að búa til nýja útgáfu með nýju útgáfunúmeri.
Veldu Stofna nýja útgáfu.
...
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, þá opnast
við þetta ný útgáfa af starfslýsingunni,starfslýsingin nú í stöðunni "Í vinnslu".
Skráðu nýja dagsetningu í reitinn Gildir frá. Athugaðu að þessi dagsetning verður að koma á eftir dagsetningunni sem skráð var í fyrri útgáfunni.
Smelltu á Breyta > gerðu breytingar á textanum
> smelltu.
...
Smelltu á Vista.
Þegar nýja útgáfan er tilbúin,
máttuskaltu smella á Gefa út.
Nú getur þú valið um tvö útgáfunúmer (hér 1.1 eða 2.0) eftir því hvort um minniháttar eða meiriháttar breytingar var að ræða.
...