Í Starfsmenn eru geymdar allar upplýsingar sem lúta að starfinu sjálfu, launum og launakjörum. Þegar launamaður gegnir fleiru en einu starfi í fyrirtækinu er hægt að hafa marga starfsmenn með sömu kennitölu en mismunandi starfsnúmerum. Þetta er gert ef halda á kostnaði vegna starfanna aðskildum, eða starfsmaðurinn er að greiða til mismunandi lífeyrissjóða eða stéttarfélaga.
Flýtilykillinn Alt+2 opnar Starfsmann, hvar sem þú ert staddur í kerfinu. Ef þú ert í starfsmanni notar þú flýtilykilinn Alt+1 til að fara í launamann.
Þegar stofnað er fyrsta starfið á hvern launamann kemur sjálfkrafa hak í Aðalstarf. Þegar stofnuð eru önnur störf þarf alltaf að taka afstöðu til þess hvaða starf á að vera merkt sem aðalstarf. Ef starfsmaður hættir í starfi sem er merkt aðalstarf þarf að færa merkinguna yfir á viðeigandi starf.
Til er vinnsla sem kannar hvort vanti aðalstarfsmerkinu á einhvern launþega. Þessa vinnslu er að finna undir Laun-Vinnslur-Yfirfara gögn.
Þegar starfsmaður hættir störfum er hann skráður "Hættur" og starfið er gert óvirkt þegar öllum greiðslum er lokið og sést það þá ekki í uppflettilista í "Skrá tíma og laun".
"Launalok" eru notuð til að tryggja það að laun reiknist ekki á starfsmann eftir tilgreinda dagsetningu.
Skjámyndinni er skipt upp í nokkra flokka, ef smellt er á örina á fyrirsögninni má fella myndina saman þannig að upplýsingarnar sem þú ert að vinna með hverju sinni rúmist vel á skjánum.
Grunnur:
Grunnupplýsingar varðandi starfið, svo sem starfsheiti, í hvaða deild viðkomandi starfar og í hvaða launatöflu hann er, smellt er á stækkunargler til að sjá hvað er til í uppflettitöflum.
Vinna
Vinnuskylda 100% er tímafjöldi ef viðkomandi starfsmaður vinnur 100% starf, þessi tímafjöldi er notaður þegar stöðugildi og orlofsdagar eru reiknaðir.
Orlof
Tvær mismunandi orlofsaðferðir eru mögulegar í kerfinu, starfsmaðurinn hér til hliðar er stilltur af miðað við orlofsaðferð 2. Sjá umfjöllun um aðferðirnar hér að neðan.
Kjararannsókn
- Flokkun á starfsmönnum eftir töflum frá Hagstofu Íslands
Staða
- Dagsetningar í staða, Tegund ráðningar og Ástæða eru mikilvægir reitir þegar greina á starfsmannaveltu eða koma í veg fyrir að hættir starfsmenn fái laun.
Í Aðgerðir í ferlinum hægra megin má skoða stöðu á réttindum og vinnslur sem flýta fyrir við breytingar eða stofnun á starfsmönnum.
Skoða aðgerðarlista
Í aðgerðarlista má sjá breytingafærslur á starfsmönnum sem verða til í keyrslum, svo sem hækkunum á orlofi og þrepum samkvæmt starfsaldri og lífaldri.
Afrita upplýsingar milli starfsmanna
Sjá nánari upplýsingar hér
Skoða söfnunarfærslur uppf. og óuppf.
Reiknaðar safnfærslur óháðar stöðu útborgunar
Skoða söfnunarfærslur uppfærðar
Reiknaðar safnfærslur úr uppfærðum útborgunum
Stofna fasta liði
Aðgerð til að stofna fasta liði á einn eða fleiri launþega niður á gjalddagaá tímabil.
Tímavídd starfsmanns
Þá færðu yfirlit yfir skilgreindan starfsmann og/eða tekur síuna af og færð yfirlit yfir alla starfsmenn og breytingar á þeim í tímavídd. Sjá nánar hér
Stofna tímavídd
Með þessari aðgerð getur þú breytt og stofnað nýja tímavídd á mörgum starfsmönnum í einu. Sjá nánar hér
Uppsetning
Hér sérðu "Sjálfgefna uppsetningu" á listum og uppsetningar sem þú hefur vistað, þegar smellt er á mismunandi uppsetningar breytist sýnin á lista.
Viðhengi
Í viðhengi eru sett skjöl sem eiga uppruna sinn utan launakerfis, t.d. vottorð og myndir. Þessum viðhengjum er aðgangsstýrt á hverjum notanda fyrir sig.
Forsniðin skjöl
Skjöl sem eiga uppruna sinn í H3, ráðningarsamningar, starfsmannasamtöl og önnur formleg skjöl, Þessum skjölum er aðgangsstýrt á hverjum notanda fyrir sig.
Tengdar töflur í skjámyndinni starfsmenn:
Lífeyrissjóðir - hefðbundin skráning í lífeyrissjóði starfsmanns er eins og á myndinni hér til hliðar.
100 í Prósenta/Krónur þýðir að iðgjaldið í sjóðnum er tekið óbreytt.
200 í Prósenta/Krónur þýðir að iðgjaldið er tvöfaldað.
Stéttarfélög - oftast eru starfsmenn ekki nema í einu stéttarfélagi, en ef t.d. starfsmannafélagið er sett upp sem stéttarfélag til að ná inn mótframlagi frá launagreiðanda geta færslurnar verið fleiri.
Reiknihópar - mjög sértækur reikningur á starfsmenn, prósenta eða föst krónutala sem reiknast í hlutfalli af einhverjum launaliðum/reiknistofnum.
Fastir liðir- smelltu á linkinn til að sjá upplýsingar
Hlutfallaðir liðir - smelltu á linkinn til að sjá upplýsingar
Viðbótarstarfsaldur - Skráður starfsaldur sem kemur frá öðrum launagreiðanda og hvernig hann reiknast í framhaldi í H3