Þó svo að áramótavinnslan sé í raun frekar einfalt ferli hefur það löngum sýnt sig að jafnvel einfaldir hlutir geta sýnst ákaflega erfiðir geri maður þá aðeins einu sinni á ári. Með það í huga höfum við sett upp eftirfarandi leiðbeiningar notendum til aðstoðar.
Rétt er að benda á að ef einhverjir launþegar eru með greiðslutíðnina "Fyrirfram" og iðgjald/mótframlag í stéttarfélag á að breytast frá 1. janúar mælum við með að þeir séu ekki hafðir með í áramótaútborgun heldur skráðir í útborgun 002 á nýju ári. Ekki er hægt að stofna útborgun 002 á nýju ári fyrr en búið er að uppfæra áramótaútborgun..
Áður en þú byrjar skaltu tryggja að búið sé að setja inn allar Uppfærslur
...