Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Áður en launin eru uppfærð þarf að tryggja það að "Athugasemdir" neðst á skjánum séu sýnilegar, í þann glugga koma athugasemdir og villur ef einhverjar eru.  Athugasemdirnar þarf að lesa lið fyrir lið.

Athuga: passa að viðeigandi sía sé á þegar verið er að uppfæra áramótaútborgun upp á stofnun á skattkorti fyrir nýtt ár.

Til að uppfæra launin er farið í Laun/Uppfæra

Uppfærslan tekur stuttan tíma, hins vegar getur það komið upp að villugluggi/athugasemdagluggi falli á bak við og sé því ósýnilegur.  Alt+Tab kallar hann fram.

Info

ATHUGIÐ:

Áður en áramótaútborgun er uppfært er ráðlagt að loka skattkortum starfsmanna sem ekki munu starfa hjá launagreiðanda á næsta ári. Þetta er gert til að ekki stofnist skattkort á þá starfsmenn við uppfærslu áramótaútborgunarinnar.

Fljótleg leið til að gera þetta er að fara í Laun>Vinnslur>Yfirfara launalausa starfsmenn.

Þar er hægt að haka við Loka skattkorti - fyrir þá sem ekki eiga að fá skattkort næsta árs í áramótaútborgun.