Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Séreignarsjóðir koma uppsettir með H3 og eru allir sjóðirnir skráðir óvirkir. Það þarf því að byrja á að virkja alla þá sjóði séreignarsjóði sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á sjóðinn.  

Þó sjóðirnir komi uppsettir með helstu upplýsingum er það alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara þessar upplýsingar og passa að þær séu réttar. 

Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs með því að fara í Stofn – Lífeyrissjóðir og smella á þann sjóð sem á að yfirfara. Áður en byrjað er á því þarf að velja á milli 2 aðferða. 

 Í stofnupplýsingum fyrir lífeyrissjóði er gluggi sem heitir Tengdir starfsmenn. Ef það eru engir tengdir starfsmenn og búið er að skrá alla starfsmenn inn í kerfið þarf ekki að virkja þann sjóð og hægt er að smella á næsta sjóð. 

Yfirfara sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum séreignarsjóðs, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar sjóðanna. Farið í Stofn - Lífeyrissjóðir og tvísmellt á viðkomandi sjóð.

Staða 

Breyta stöðu í Virkur í þeim sjóðum sem á að nota 

Greiðslumáti 

Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka 

Til greiðslu 

Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. 

...

...

Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs eftir því hvort Aðferð 1 eða Aðferð 2 var valin, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan fyrir báðar aðferðirnar.

AÐFERÐ 1 – TVEIR SJÓÐIR VIRKJAÐIR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓР

...

Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn.

Þegar búið er að virkja og yfirfara alla séreignarsjóði sem eru í notkun þarf að skrá eða lesa inn lífeyrissjóðsupplýsingar fyrir alla starfsmenn sem eru með séreignarsjóð.

Með þessari aðferð er almennt verið að skilgreina upplýsingar í starfsmannaspjaldi á þennan hátt, farið inn í Starfsmenn, starfsmaður valinn og smellt á flipa fyrir Lífsj. og Stéttarf.

 

Dæmi:

Starfsmaður greiðir 4% í séreignarsjóð og fær 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Þar sem bæði sjóðurinn fyrir framlag launþega og sjóðurinn fyrir mótframlag launagreiðanda eru skilgreindir með 2% framlag, þá þarf að setja upplýsingar fyrir starfsmann svona upp. Reglan er Samkvæmt lífeyrissjóði og þarf þá að setja 200 prósent til að það reiknist 4% framlag. Mótframlagið er skilgreint 2% í lífeyrissjóðnum og ef starfsmaður er með 2% mótframlag þá er það skilgreint sem 100%

...

AÐFERÐ 2 – EINN SJÓÐUR VIRKJAÐUR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ

...

Þegar þessi aðferð er notuð er ekki þörf fyrir að nota sjóðina sem eru með tölunni 2 fyrir framan lífeyrissjóðsnúmerið og því hægt að eyða öllum þeim sjóðum út. Í þessu dæmi er þá hægt að eyða sjóði nr. L2004 út því hann er ekki notaður fyrir mótframlagið.

Þegar búið er að virkja og yfirfara alla séreignarsjóði sem eru í notkun þarf að skrá eða lesa inn lífeyrissjóðsupplýsingar fyrir alla starfsmenn sem eru með séreignarsjóð.

Með þessari aðferð er almennt verið að skilgreina upplýsingar í starfsmannaspjaldi á þennan hátt, farið inn í Starfsmenn, starfsmaður valinn og smellt á flipa fyrir Lífsj. og Stéttarf.

Dæmi:

Starfsmaður greiðir 4% í séreignarsjóð og fær 2% mótframlag frá atvinnurekanda. Bæði eigið framlag og mótframlag er skilgreint á einn sjóð og báðir liðir með 100% stuðul. Uppsetning í starfsmanni er því skilgreind með raunverulegri prósentu sem hann á að greiða en hér þurfum við að passa vel að nota réttar reglur. Við notum Hlutfall iðgjalds fyrir eigið framlag og Hlutfall mótframlags fyrir framlag launagreiðanda.

...

Til að eyða sjóði út er smellt á viðkomandi sjóð og síðan á ruslatunnuna.