3.2 Stofn - Lífeyrissjóðir

Listarnir sem koma með kerfinu fyrir lífeyrissjóði eru ekki alveg tæmandi en allir algengustu sjóðirnir eiga að vera inni í stofnupplýsingum sem fylgja með kerfinu.

Almennir sjóðir koma uppsettir með 4% skylduframlag, 11,5% mótframlag og 0,1% gjald í endurhæfingarsjóð af allri vinnu. Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins og Brú lífeyrissjóður eru ekki uppsettir og þarf að skrá inn viðeigandi upplýsingar þar ef þessir sjóðir eru virkjaðir.

Sjá leiðbeiningar um virkjun almennra lífeyrissjóða hér

Virkjun almennra lífeyrissjóða í H3

Séreignarsjóðir eru uppsettir að hluta en hægt er að velja um að setja upp einn eða tvo sjóði fyrir hvern séreignarsjóð, aðferð 1 og aðferð 2.

Sjá leiðbeiningar um virkjun séreignarsjóða hér

Virkjun séreignarsjóða í H3

Allir lífeyrissjóðir eru merktir óvirkir í kerfinu og þarf því að virkja alla þá sjóði sem á að nota.

Þó svo að einhverjir sjóðir komi uppsettir með kerfinu er það alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara alla sjóði sem hann er að nota eða tekur í notkun og passa upp á að allar upplýsingar séu réttar.

Ef virkja á lífeyrissjóð þarf að breyta stöðu úr óvirkur í virkur

Sjá almennar leiðbeiningar um lífeyrissjóði hér Lífeyrissjóðir

Ef reynt er að skrá óvirkan lífeyrissjóð á starfsmann kemur þessi villumelding og þá þarf að yfirfara sjóðinn og virkja hann.