3.1 Stofn - Launagreiðandi
Yfirfara þarf upplýsingar í Stofn - Launagreiðandi og passa að ákveðnar upplýsingar séu til staðar. Í grunnuppsetningu koma nokkrir reitir útfylltir, m.a. númer, kennitala, samningsnúmer og nafn. Það má alls ekki eiga við samningsnúmer og kennitölu. Þegar skráð er í reitina eru nokkrir reitir sem er nauðsynlegt að fylla út til að kerfið virki rétt. Í aðra reiti er ekki nauðsynlegt að fylla inn en þeir hafa þá bara almennt upplýsingagildi.
Almennt
Netfang | Skrá þarf netfang aðila sem er ábyrgur fyrir kerfinu (t.d. launafulltrúanetfang) Þetta er þá netfang sendanda fyrir þá sjóði eða gjaldheimtur sem eru skráðir með sendingarmáta „Tölvupóstur (Innlestrarskrá)" Einnig er þetta netfang sendanda fyrir samþykktarferilinn. |
Sveitarfélag | Skrá þarf það sveitarfélag sem fyrirtækið tilheyrir skv. skráningu í Fyrirtækjaskrá RSK (Flettilisti) |
Bunki | Skrá þarf 2 stafa bunkanúmer (t.d. fyrstu stafirnir í nafni fyrirtækisins) |
Innheimtunúmer | Hér á að koma G0 Ríkisskattstjóri (á að koma uppsett) |
Kjararannsókn | Ef fyrirtækið er aðili að kjararannsókn þarf að setja hak hér svo hægt sé að senda skýrslur með réttum grunnupplýsingum |
Bankareikningar
|
|
Tegund | Hér er val um Laun eða Gjaldeyrir. Bankareikning fyrir laun þarf alltaf að setja upp, Getur líka þurft að bæta við gjaldeyrisreikning ef dagpeningakerfið er notað. |
Banki - Hb - Reikn | Setja hér inn bankareikningsnúmer fyrirtækis t.d. reikning sem notaður er fyrir launagreiðslur, passa líka að setja kennitölu bankareiknings |
Greiðslumáti | Hér er val um Rafræn bankasending, Textaskrá SI080 eða Engin greiðsla. Ef laun eru greidd með því að senda skrá rafrænt beint inn í banka er valið Rafræn bankasending en ef tekin er út bankaskrá sem er svo lesin inn í banka er valið Textaskrá SI080 |
Staða | Staða þarf að vera Virkur |
Reiknihópar
Uppsett í launagreiðanda | Með kerfinu koma uppsettir reiknihópar og allir þeir reiknihópar sem eru uppsettir hér í launagreiðanda eiga þá við allt fyrirtækið. Hægt er að bæta við reiknihópum úr stofnlista en passa þarf að hér sé eingöngu bætt við þeim hópum sem eiga við allt fyrirtækið. (Reiknihópar geta svo líka verið skráðir á deildir eða niður á starfsmenn) |
Hugsanlegar viðbætur við reiknihópa | Skoða þarf hvort hér eigi að bæta við reiknihópi sem til er í kerfinu og heitir R21. Þessi reiknihópur er niðurfærsla á móti fríum og er þá hugsaður ef halda á sérstaklega utan um kostnað vegna t.d. veikinda, veikinda barna eða orlofs. Sjá hér nánari lýsingu á reiknihópi R21 Reiknihópur R21 |
Sjá almennar upplýsingar um reiknihópa hér
Sjá nánari upplýsingar um skráningu í Stofn - Launagreiðandi hér
Launagreiðandi - skráning upplýsinga