3.3 Stofn - Stéttarfélög

Listarnir sem koma með kerfinu fyrir stéttarfélög eru ekki alveg tæmandi en öll algengustu félögin eiga að vera inni í stofnupplýsingum sem fylgja með kerfinu.

Stéttarfélögin koma uppsett með þeim launaliðum sem við á en það á eftir að setja inn stuðul/fasta tölu inn á launaliðina og einnig getur þurft að breyta reglu eða setja inn hámark. Það er hægt að fá upplýsingar um prósentu eða fasta tölu hjá stéttarfélögunum eða taka upplýsingar úr gamla launakerfinu til að setja inn. Til að yfirfara stéttarfélögin er farið í Stofn - Stéttarfélög og þá kemur listi með öllum stéttarfélögunum í kerfinu og er þá hægt að tvísmella á þau og skrá inn upplýsingar og virkja.

Öll stéttarfélög eru merkt óvirk í kerfinu og þarf því að virkja öll þau félög sem á að nota.

Þó svo að félögin komi að hluta til uppsett með kerfinu er það alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara öll félög sem hann er að nota eða tekur í notkun og passa upp á að allar upplýsingar séu réttar.

Sjá nánari upplýsingar um virkjun og skráningu á stéttarfélög hér

Stéttarfélög - Skráning upplýsinga

 

Sjá almennar leiðbeiningar um stéttarfélög

Stéttarfélög

Sjá almennar leiðbeiningar um reglur stéttarfélaga

Reglur stéttarfélaga