Reglur stéttarfélaga

Hér að ofan sjáum við þær reglur sem hægt er að velja um þegar launaliðir eru settir á stéttarfélög.

Skilgreining á reglum:


Regla 1

Heildarlaun

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL sem settir eru inn með ákveðinni prósentu í reitinn Stuðull/Föst tala.  Prósentan er mismunandi eftir stéttarfélögum.

Ef sett er inn "Hámark"

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL sem settir eru inn með ákveðinni prósentu í reitinn Stuðull/Föst tala, upp að ákveðnu hámarki samkvæmt kjarasamningum. Ef það er niðurbrot í reikningi reiknast fyrst hlutfallið og ef gjaldið fer yfir sett hámark er gjaldið brotið niður hlutfallslega eftir upphæð stofns. Samanlagt mynda brotin þá hámarksgjaldið.
 

Regla 2

Dagvinna

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL og reiknitegund DAGV með ákveðinni prósentu, sem er mismunandi eftir stéttarfélögum.

Ef sett er inn "Hámark"

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL og reiknitegund DAGV með ákveðinni prósentu í reitinn Stuðull/Föst tala, upp að ákveðnu hámarki samkvæmt kjarasamningum.  Ef það er niðurbrot í reikningi reiknast fyrst hlutfallið og ef gjaldið fer yfir sett hámark er gjaldið brotið niður hlutfallslega eftir upphæð stofns. Samanlagt mynda brotin þá hámarksgjaldið.
 

Regla 3

Föst tala

Stéttarfélagsgjaldið er föst tala, sem er sett í dálkinn Stuðull/Föst tala. Reiknast ef það er skráning á einhvern launalið með reiknistofninn SSTFEL. Fasta talan er óháð öðrum reikningi og ef það er t.d. borguð föst tala í 2 stéttarfélög þá eru báðar upphæðirnar dregnar af laununum og borgaðar í sitthvort stéttarfélagið.
 

Regla 4:

Dagvinna + álag

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL og reiknitegund DAGV eða reiknitegund ALAG.

Ef sett er inn "Hámark"

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL og reiknitegund DAGV eða reiknitegund ALAG.  Ef það er niðurbrot í reikningi reiknast fyrst hlutfallið og ef gjaldið fer yfir sett hámark er gjaldið brotið niður hlutfallslega eftir upphæð stofns. Samanlagt mynda brotin þá hámarksgjaldið.
 

Regla 5:

Hlutfall að hámarki

Allir launaliðir með reiknistofninn SSTFEL sem settir eru inn með ákveðinni prósentu í reitinn Stuðull/Föst tala.  Prósentan er mismunandi eftir stéttarfélögum. Ef það er niðurbrot í reikningi reiknast fyrst hlutfallið og ef gjaldið fer yfir sett hámark er gjaldið brotið niður hlutfallslega eftir upphæð stofns. Samanlagt mynda brotin þá hámarksgjaldið.

Það sem gerir þessa reglu frábrugðna Reglu 1 er eftirfarandi:

Ef rofinn „Fastar stétt.fél. greiðslur" í útborguninni er „Án fastra greiðslna" – þá er ekki reiknað fyrir Þessa reglu.
 


Almennt:

  • Ef rofinn „Fastar stétt.fél. greiðslur" í útborguninni sem er verið að vinna með hverju sinni er „Með föstum greiðslum" – þá er reiknað fyrir allar reglur.

  • Ef rofinn „Fastar stétt.fél. greiðslur" í útborguninni er „Án fastra greiðslna" – þá er reiknað fyrir reglur 1,2 og 4.  Litið er á 3 og 5 sem fastar greiðslur og því eru þær ekki teknar með.

  • Hámarkið telur yfir allar færslur í útborguninni, sama hvorum mánuðinum þær tilheyra.  Þannig að hámarkinu er þá dreift jafnt á milli mánaða.

  • Fastar greiðslur elta greiðslutíðni launamanns.  Þ.e.a.s. það verður að vera færsla í útborguninni sem er á því tímabili sem greiðslutíðni mannsins segir til um til þess að fasta greiðslan myndist.  Fyrirframgreiddur maður með eftir á greidda yfirvinnu fær t.d. aðeins fast stéttarfélag fyrir það sem er fyrirfram greitt, oftast mánaðarlaun.