Stéttarfélög - Skráning upplýsinga
Stéttarfélögin koma uppsett með H3 og eru öll félögin skráð óvirk. Það þarf því að byrja á að virkja öll stéttarfélögin sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á félagið. Neðst í stofnupplýsingum fyrir stéttarfélög er gluggi sem heitir Tengdir starfsmenn. Ef það eru engir tengdir starfsmenn og búið er að skrá alla starfsmenn inn í kerfið þarf ekki að virkja það félag og hægt er að smella á næsta félag.
Yfirfara þarf sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum stéttarfélags, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar félaganna. Farið í Stofn - Stéttarfélög og tvísmellt á viðkomandi félag.
Staða | Breyta stöðu í Virkt í þeim félögum sem á að nota |
Greiðslumáti | Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka |
Til greiðslu | Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. |
Neðst í stéttarfélagsspjaldinu eru skráðar upplýsingar um reglur og stuðla/fastar tölur. Kerfið kemur uppsett með launaliðum en eftir á að skrá inn reglur, prósentur, fastar tölur og hámark ef við á. Einnig getur þurft að bæta við launaliðum. Þetta þarf því að yfirfara og klára að fylla út.
Dæmi um skráningu á stéttarfélag þar sem allir launaliðir reiknast af heildarlaunum og eru með fasta prósentu.
Dæmi um skráningu á stéttarfélag þar sem stéttarfélagsgjald er föst tala en allir aðrir launaliðir reiknast af heildarlaunum og eru með fasta prósentu.
Dæmi um skráningu á stéttarfélag þar sem allir launaliðir reiknast af heildarlaunum og eru með fasta prósentu en stéttarfélagsgjaldið er samt með hámark sem má draga af.