Virkjun séreignarsjóða í H3

Séreignarsjóðir koma uppsettir með H3 og eru allir sjóðirnir skráðir óvirkir. Það þarf því að byrja á að virkja alla séreignarsjóði sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á sjóðinn. Í stofnupplýsingum fyrir lífeyrissjóði er gluggi sem heitir Tengdir starfsmenn. Ef það eru engir tengdir starfsmenn og búið er að skrá alla starfsmenn inn í kerfið þarf ekki að virkja þann sjóð og hægt er að smella á næsta sjóð. 

Yfirfara sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum séreignarsjóðs, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar sjóðanna. Farið í Stofn - Lífeyrissjóðir og tvísmellt á viðkomandi sjóð.

Staða 

Breyta stöðu í Virkur í þeim sjóðum sem á að nota 

Greiðslumáti 

Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka 

Til greiðslu 

Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. 

Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs eftir því hvort Aðferð 1 eða Aðferð 2 var valin, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan fyrir báðar aðferðirnar.

AÐFERÐ 1 – TVEIR SJÓÐIR VIRKJAÐIR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓР

Notaðir eru 2 sjóðir fyrir hvern séreignarsjóð. Annar er með númeri sjóðsins og er fyrir framlag starfsmanns, hinn er með tölunni 2 fyrir framan sjóðinn og er þá fyrir framlag launagreiðanda.  

Dæmi: 

Séreignarsjóður L004 – Hér væri þá sett upp framlag launþega

Hér þarf þá að skrá inn stuðul og yfirfara reglu

Gert með því að tvísmella á línuna og setja inn gildi í tímavídd stuðuls, prósentu (eða fasta tölu) og dagsetningu sem þetta á að gilda frá. Hér væri þá almennt settir inn 2 í stuðul.

Sjálfgefin er regla L2 Af allri vinnu en ef eitthvað annað á að gilda þarf að breyta því í þessum glugga.

Ýta á Refresh og þá á þetta að vera komið inn í Reikning lífeyrissjóðs

Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn. 

Séreignarsjóður L2004 – Hér væri þá sett upp mótframlag launagreiðanda 

Allir sjóðir sem eru með 2 fyrir framan sjóðsnúmerið (4 stafa númer) koma skilgreindir með gildi í Reikning Lífeyrissjóðs, regla er L2 Af allri vinnu og Stuðull/Föst tala er 2. Þarna ætti því ekki að þurfa að gera breytingar nema ef almenn ákvæði í kjarasamningum varðandi mótframlög í séreignarsjóð breytast. Ef gera þarf breytingar er það gert eins og lýst er í dæminu með sjóð L004

Þegar tveir sjóðir eru notaðir fyrir hvern séreignarsjóð eins og í þessu dæmi þá er búið að skilgreina sjóðinn sem mótframlagið fer í þannig að skilagrein og greiðsla fer í sjóðinn sem skilgreindur er fyrir framlag launþega. Þarna verður þá til ein skilagrein og ein greiðsla þó uppsettir sjóðir séu tveir. Í þessu dæmi þá er skilgreint í sjóði L2004 að skilagrein og greiðsla fari í sjóð L004.

Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn.

 

AÐFERÐ 2 – EINN SJÓÐUR VIRKJAÐUR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ

Hér er bara einn sjóður virkjaður fyrir hvern séreignarsjóð og því bara notaður L004 og skráðar á hann upplýsingar, bæði fyrir framlag launþega og mótframlag launagreiðanda. Síðan er skilgreint í starfsmannaspjaldi hversu háa prósentu hver og einn greiðir, bæði fyrir eigið framlag og mótframlag launagreiðanda.

Séreignarsjóður L004 – Hér væri þá sett upp bæði framlag launþega og mótframlag launagreiðanda

Hér þarf þá að skrá inn stuðla og yfirfara reglur.

Byrja á því að búa til aðra línu fyrir launalið 9030 með því að smella á plúsinn.

Síðan þarf að skilgreina hvorn lið fyrir sig með því að tvísmella á viðkomandi línu og setja inn gildi í tímavídd stuðuls, prósentu (eða fasta tölu) og dagsetningu sem þetta á að gilda frá. Hér væri þá almennt settir inn 100 í stuðul fyrir báða launaliði 9010 og 9030.

Sjálfgefin er regla L2 Af allri vinnu en ef eitthvað annað á að gilda þarf að breyta því í þessum glugga

Reikningur lífeyrissjóðs lítur þá svona út þegar búið er að uppfæra upplýsingar fyrir báða launaliði. (Getur þurft að nota Refresh til að fá upplýsingarnar inn)

Fara svo yfir stofnupplýsingar og passa að virkja sjóðinn.

Þegar þessi aðferð er notuð er ekki þörf fyrir að nota sjóðina sem eru með tölunni 2 fyrir framan lífeyrissjóðsnúmerið og því hægt að eyða öllum þeim sjóðum út. Í þessu dæmi er þá hægt að eyða sjóði nr. L2004 út því hann er ekki notaður fyrir mótframlagið.

Til að eyða sjóði út er smellt á viðkomandi sjóð og síðan á ruslatunnuna.