Virkjun almennra lífeyrissjóða í H3
Almennir lífeyrissjóðir koma uppsettir með H3 og eru allir sjóðirnir skráðir óvirkir. Það þarf því að byrja á að virkja alla almennu sjóðina sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á sjóðinn. Í stofnupplýsingum fyrir lífeyrissjóði er gluggi sem heitir Tengdir starfsmenn. Ef það eru engir tengdir starfsmenn og búið er að skrá alla starfsmenn inn í kerfið þarf ekki að virkja þann sjóð og hægt er að smella á næsta sjóð.
Yfirfara þarf sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum lífeyrissjóðs, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar sjóðanna. Farið í Stofn - Lífeyrissjóðir og tvísmellt á viðkomandi sjóð
Staða | Breyta stöðu í Virkur í þeim sjóðum sem á að nota |
Greiðslumáti | Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka |
Til greiðslu | Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. |
Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðanna. Búið er að setja upp reiknireglur fyrir flesta almenna sjóði (fyrir utan LSR og Brú lífeyrissjóð) en það er alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara þessar upplýsingar fyrir alla sjóði sem á að nota og passa að allar reiknireglur séu réttar.
Flestir almennir sjóðir koma með þessari uppsetningu í reikningi lífeyrissjóðs, stuðullinn er þá sú prósenta sem á að greiða
Allar reglur sem koma uppsettar á launaliðunum miðast við að reiknað sé af allri vinnu.
Ef það þarf að breyta upplýsingum á einhverja launaliði eins og t.d. reiknireglu eða stuðli þá er það gert með því að tvísmella á viðkomandi línu og þá er hægt að gera breytingar í glugganum sem kemur upp og vista. Hér er þá bæði hægt að lagfæra ef stofnupplýsingar eru rangar með því að yfirskrifa töluna sem er í tímavíddinni. Einnig er hægt að skrá í nýja línu með því að smella á plúsinn og setja inn nýjan stuðul og setja þá inn frá hvaða dagsetningu viðkomandi stuðull á að gilda.