Info |
---|
Virkni kemur til dreifinga með uppfærslu 9191 (september 2024)
|
Ekki hentar öllum fyrirtækjum að samþykkja laun eftir deildum og er því nú í boð að samþykkja útfrá út frá hópum “samþykktarhópar” og því er samþykktarhópur skilgreindur á starfsfólk.
Ekki er hægt að nota samþykktar á Deildir og Samþykktarhópa á sama tíma, fyrirtæki þurfa að velja hvora leiðina þeir fara.
Ef valið er að samþykkja útfrá út frá samþykktarhópum þá þarf að setja viðeigandi stillingu inn, hafið því samband við ráðgjafa á netfangið h3@advania.is
Stofna samþykktarhóp
Sjálfgefið fara allir starfsmenn í OSG samþykktarhópinn.
Setja þarf upp samþykktarhópa til að flokka saman starfsfólk sem stjórnandi á að samþykkja, og síðan veita stjórnanda aðgang að þeim samþykktarhópi.
Veldu Laun-Samþykktarhópar-Samþykktarhópar
Ýtir á INSERT eða CTRL + N hnappana til að stofna nýjan hóp
Skráðu Númer og Nafn á hópinn
Undir Samþykktaraðili: notandia valinn sem á að samþykkja laun hópsins.
Hægt er að setja fleiri en einn samþykktaraðila
Yfirlit samþykktaraðila
Til að kanna hvaða yfirmenn samþykkja hvaða hóp - sem og hvaða starfmenn eru í hvaða hóp er farið í starfsmannalistann, ýtt á hnappana CTRL + R og draga dálkinn Samþykktarhópur þar sem stendur Dragðu hingað titil dálksins sem þú vilt draga saman á.
Tengja marga starfsmenn í sama samþykktarhóp:
Notendum gefst kostur á að Breyta opinni tímavídd eða stofna tímavídd hjá mörgum starfsmönnum í einu í gegnum Aðgerðir undir Starfsmenn
Tveir leiðir eru til í að velja starfsfólk sem eiga að breyta.
Með því að vera á starfsmannalistanum – velja einn starfsmann – ýta svo á Ctrl + Shift takkann á sama tíma ásamt ör upp/niður.
Með því að fara í vinnsluna Breyta opinni tímavídd – ýta á stækkunarglerið – haka við þá starfsfólk sem er verið að fara breyta – ýta á velja starfsmenn
Starfsfólk eru sett í þann samþykktarhóp sem þau eiga að vera skráð í.
Athugasemd verður að vera skráð - og svo smellt á Halda áfram og síðan Staðfesta skráningu
Einnig er hægt að breyta einum starfsmanni í einu með því að opna starfsmann - starf - opna nýjustu tímavíddina eða stofna nýja tímavídd - setja réttan samþykktarhóp á starfsmann - ýta á áfram.
Info |
---|
Þegar starfsmaður starfsfólk er stofnaður stofnað eða samþykkishópur er tæmdur er starfsmaður starfsfólk sjálfkrafa settur sett í samþykktarhópin OSG-Óskilgreindur hópur. |