Séreignarsjóðir koma uppsettir með H3 og eru allir sjóðirnir skráðir óvirkir. Það þarf því að byrja á að virkja alla þá sjóði séreignarsjóði sem eiga að vera í notkun og jafnframt að yfirfara þær upplýsingar sem eru skráðar á sjóðinn.
Þó sjóðirnir komi uppsettir með helstu upplýsingum er það alltaf á ábyrgð launagreiðanda að yfirfara þessar upplýsingar og passa að þær séu réttar.
Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs með því að fara í Stofn – Lífeyrissjóðir og smella á þann sjóð sem á að yfirfara. Áður en byrjað er á því þarf að velja á milli 2 aðferða.
Í stofnupplýsingum fyrir lífeyrissjóði er gluggi sem heitir Tengdir starfsmenn. Ef það eru engir tengdir starfsmenn og búið er að skrá alla starfsmenn inn í kerfið þarf ekki að virkja þann sjóð og hægt er að smella á næsta sjóð.
Yfirfara sérstaklega vel eftirtalda reiti í stofnupplýsingum séreignarsjóðs, einnig er gott að yfirfara bankaupplýsingar sjóðanna. . Farið í Stofn - Lífeyrissjóðir og tvísmellt á viðkomandi sjóð.
Staða | Breyta stöðu í Virkur í þeim sjóðum sem á að nota |
Greiðslumáti | Val um Textaskrá SI080 eða Rafræn bankasending ef sent er beint í banka |
Til greiðslu | Sjálfgefið er Síðasti dagur mán. Hægt að breyta dagsetningu ef önnur er notuð. |
...
...
Skilgreina þarf svo reiknireglur lífeyrissjóðs eftir því hvort Aðferð 1 eða Aðferð 2 var valin, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan fyrir báðar aðferðirnar.
AÐFERÐ 1 – TVEIR SJÓÐIR VIRKJAÐIR FYRIR HVERN SÉREIGNARSJÓÐ
...