Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun - Vinnslur - Yfirfara launalausa starfsmenn | Áfram hefur verið unnið að betrumbótum á vinnslunni Yfirfara launalausa starfsmenn Ef gera á fasta og/eða hlutfallaða liði óvirka með vinnslunni þarf að fara í Laun - Starfsmenn - Fastir liðir eða hlutfallaðir liðir og setja endadagsetningu á liðina í dálknum Virkur til. Dæmi um skráningu fastra og hlutfallaðra liða: Launalok hjá starfsmanni eru áætluð 31.08.2021 en ákveðið var að framlengja við hann til 15.09.2021, því er kostur að skrá dagsetningu í reitinn “Virkur til” aðeins fram yfir fyrirhuguð launalok til að hægt sé að vinna með liðina í vinnslunni. Þá er hægt að haka í reitina "Gera fasta liði óvirka" og "Gera hlutfallaliði óvirka". Loka skattkorti er hægt að haka við svo lengi sem starfsmaður er með skráð skattkort í launamanni. Ef allir reitir sem sýnilegir eru hér að ofan eru hakaðir og smellt á framkvæma er viðkomandi starfsmaður skráður Hættur og óvirkur í starfsmannaspjaldi og fastir og hlutf. liðir eru líka orðnir óvirkir. Dæmi um virkni fyrir skattkort: Ef einungis er sett dagsetning í Dags. hætti mun skattkortið lokast daginn áður, t.d. Dags. hætti er 01.05.2021 - þá fær Skattkort út gildið 30.04.2021. Ef einnig er sett dagsetning í Dags. launalok fær Skattkort út daginn þar á undan, dæmi - Starfsmaður er skráður með 01.07.2021 í Dags. launalok, þá fær Skattkort út dagsetninguna 30.06.2021 | LAUN | ||
Laun - Starfsmaður | Gerðar hafa verið aðlaganir á virkni sem gefin var út í apríl-útgáfu varðandi meldingu sem birt er ef ósamræmi er á milli starfs og aðalstarfs starfsmanna. Hún birtist nú ekki vegna launamanns sem ekki er skráður í starf og athugasemdin er heldur ekki birt vegna þeirra starfsmanna sem eru með eitt eða fleiri störf og eru hættir eða í leyfi í öllum störfunum. | LAUN | Til að fá aðgang að þessari virkni þarf notandi að vera með hlutverkið Laun (F) | |
Kerfisumsjón - Vinnslur - Innri starfsferlar - Endurbyggja gögn fyrir innri starfsferla | Nú birtist rétt starfsheiti á launaseðli á gefnum tíma eftir að vinnslan Endurbyggja gögn fyrir innri starfsferla er keyrð. Dæmi: starfsmaður hafði starfsheitið Fulltrúi í janúar 2021 en í febrúar 2021 fær hann starfsheitið Sviðsstjóri - eftir að vinnslan er keyrð sýnir hvor launaseðill rétt starfsheiti. | LAUN | Eininguna sys2190 þarf til að endurbyggja innri starfsferla | |
Lagfæringar vegna flutnings umsækjenda úr ráðningakerfi - bæta við þessa | ||||
Laun - Samþykktarferill launa | Aðgangsvilla í verkborði hefur verið lagfærð | |||
Laun - Samþykktarferill launa | Lagfæring á tölvupóstsendingum úr samþykktarferli, einungis fara póstar út vegna þeirra deilda sem hafa ekki verið samþykktar | |||
Signet - rafrænar undirritanir | Skjöl í Signet sýna nú alltaf nafn þess sem bjó skjalið til í svæðinu "Breytt af" í skjalaskáp en ekki nafn þess sem sótti skjalið síðast í Signet Auk þess hafa verið gerðar almennar lagfæringar vegna Signet bæta við þessa? | RAFRÆNAR UNDIRRITANIR | ||
Stjórnun og Fræðsla Yfirlit, t.d. þekkingaryfirlit og eyðublaðayfirlit | Aðlaganir hafa verið gerðar varðandi löng nöfn í yfirlitum. Ef heitið er langt er það stytt í haus yfirlitsins en hægt er að sjá allt nafnið með því að fara með músinni yfir nafnið | STJÓRNUN FRÆÐSLA |
Manage space
Manage content
Integrations