Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »

Starfslýsingar innihalda meðal annars upplýsingar um ábyrgðarsvið og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsmanna og kortleggja tilgang og markmið ólíkra starfa hvers vinnustaðar.

Starfslýsingar í H3 eru útgáfustýrðar og hafa ákveðinn gildistíma. Hægt er að tengja hverja starfslýsingu við marga einstaklinga sem stuðlar að samræmi í starfslýsingum innan vinnustaðar. Auðvelt er að gera breytingar á tiltekinni starfslýsingu hjá öllum tengdum starfsmönnum í einu.

Hægt er að tengja hvaða starfslýsingu sem er við hvaða starfsmann sem er, óháð bæði starfsheiti hans og deild.

Fyrst þarf að búa til eyðublað fyrir starfslýsingar (sjá Gera eyðublað), svo eru starfslýsingarnar sjálfar settar upp, þá þarf að gefa þær út og að lokum er hver starfslýsing tengd einum eða fleiri starfsmönnum.

Búa til nýja starfslýsingu

  • Veldu Starfslýsingar starfsmanna > Starfslýsingar
  • Smelltu á hvíta blaðið til að búa til nýja færslu.
  • Gefðu starfslýsingunni einkenni og heiti > vistaðu með Ctrl+S.
  • Smelltu á Breyta > skráðu upplýsingar í reitina á eyðublaðinu.

  • Smelltu á Vista.
  • Þegar starfslýsingin er tilbúin, þarftu að smella á Gefa út áður en þú getur tengt hana við viðkomandi starfsmenn. Fyrsta útgáfa af starfslýsingu fær alltaf sjálfkrafa útgáfunúmerið 1.0.

Breyta starfslýsingu 

Ef þú vilt breyta starfslýsingu sem gefin hefur verið út, þarftu að búa til nýja útgáfu með nýju útgáfunúmeri.

  • Veldu Stofna nýja útgáfu. 

  • Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, þá opnast starfslýsingin nú í stöðunni "Í vinnslu".
  • Skráðu nýja dagsetningu í reitinn Gildir frá. Athugaðu að þessi dagsetning verður að koma á eftir dagsetningunni sem skráð var í fyrri útgáfunni.
  • Smelltu á Breyta > gerðu breytingar á textanum.

  • Smelltu á Vista.
  • Þegar nýja útgáfan er tilbúin, skaltu smella á Gefa út.
  • Nú getur þú valið um tvö útgáfunúmer (hér 1.1 eða 2.0) eftir því hvort um minniháttar eða meiriháttar breytingar var að ræða.

  • No labels