Áminningar um afmæli
Stilla má áminningar fyrir afmæli starfsmanna í gegnum verkborðið. Hægt er að láta senda sjálfvirkar áminningar á stjórnendur um afmæli starfsmanna og einnig er hægt að senda áminningu á svonefnda umsjónarmenn sem hafa hlutverk sem tengjast afmælum, s.s. að panta gjafir. Ennfremur er hægt að láta senda sjálfkrafa pósta á starfsmanninn sjálfan á afmælisdegi hans.
Til þess að virkja áminningar um afmæli þarf notandi að hafa aðgangseininguna dash1041. Hafi áminningar ekki verið notaðar áður hjá fyrirtækinu þarf að virkja þær, við mælum með að hafa samband við h3@advania.is til að gera það.
Til að stilla áminningar er farið í Stjórnun - Verkborð - Stilla áminningar (undir Afmælisbörn). Þá má annað hvort breyta áminningu sem til er fyrir eða setja upp nýja áminningu.
Valin er deild, staða, efni og skrifað meginmál. Breyturnar $[nafn] og $[lokafrestur] eiga eingöngu við þegar verið er að setja upp tölvupóstsniðmát fyrir starfsmanninn sjálfan. Tölvupóstur fyrir yfirmann / stjórnanda ætti eingöngu að vísa í breytuna $[verkefnalisti].
Því næst er smellt á Ný lína og settur inn dagafjöldi fyrir afmælisdag sem áminningin á að berast (plústala þýðir FYRIR afmæli) og valinn móttakandi og í lokin smellt á Vista.
Dæmi um lista sem yfirmaður/stjórnandi fær þegar breytan $[verkefnalisti] er notuð má sjá hér til hliðar: