Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

Version 1 Next »

Stjórnendur hafa aðgang að fjölda skýrslna undir Fólkið mitt>Aðgerðir>Skýrslur.
Úr listanum er valin sú skýrsla sem á að skoða. Eftir það er hægt að velja tímabil, starfsmenn eða önnur eigindi sem skýrslan býður upp á.

Eftirfarandi skýrslur eru í boði:

  • Staða tímabanka birtir meðal annars upplýsingar um hvort og hversu marga tíma starfsmenn eiga í orlof, hvíldartíma og vetrarfrí.

  • Summuskýrsla gefur möguleika á að skoða skráningar undirmanna á ákveðna ástæðu eða taxta á völdu tímabili. Þannig er t.d. hægt að skoða hversu marga tíma ákveðinn starfsmaður hefur tekið í orlof eða verið veikur síðustu mánuði.

  • Tímaskýrsla deildar sýnir tímaskráningar allra starfsmanna í tiltekinni deild eftir tímabilum. Hafa ber í huga að ef starfsmaður er færður á milli deilda færast skráningarnar með viðkomandi starfsmanni. 

  • Staðfestingarskýrsla: sýnir allar skráningar starfsmanna sem viðkomandi stjórnandi ætti að staðfesta tíma fyrir.

  • Úttektir í mötuneyti: gildir ef mötuneytiskerfið Matráður er notað og sýnir þá úttektir starfsmanna í mötuneytinu á ákveðnu tímabili.

  • Akstursskráningar - Samtölur: sýnir samtölur skráninga starfsmanna í akstursbók fyrir hvern hóp eða deild á ákveðnu tímabili.

  • Starfsaldur sýnir lista yfir starfsfólk og starfsaldur þess í árum og mánuðum.

  • Færslur á verknúmer: gefur möguleika á að skrá verknúmer og velja tímabil til að skoða allar færslur sem hafa verið unnar á tilteknu verki.

  • No labels