Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 20 Next »

Leiðbeiningarnar hér að neðan eiga við þegar þú:

  • Tengir teningaskýrslu í fyrsta sinn, t.d. þegar þú hefur sótt þér nýja teningaskýrslu s.s. í H3 Hjálpinni: Útgefnar teningaskýrslur

  • Missir tengingu við teningaskýrslu og þarft að endurnýja tenginguna

 Tengja teningaskýrslu

  • Opnaðu teningaskýrsluna í Excel

  • Búðu til nýjan flipa/sheet og veldu: Data > Get Data>From Database > From Analysis Services

 

  •  Í glugganum sem opnast, settu slóðina https://[heiti fyrirtækis].hcm.is/olap/ (sbr. https://h3pay.hcm.is/olap/ á myndinni hér fyrir neðan) í reitinn Server name 

image-20240719-114555.png

  • Smelltu á Next 

  • Þá færðu val um fyrirtækið og velur tening til að tengja skjalið við og smellir á Next:  

 Þá verður til tengistrengur á viðkomandi tening.

Virkja tengistreng á flipum teningaskýrslu

Tengistrenginn sem búinn var til þarftu að afrita (CTRL A og CTRL C) inn í skýrsluna.

  • Farðu í Data > Queries & Connections

image-20240719-120822.png
  • Þá opnast svæði lengst til hægri þar sem þú sérð lista yfir tengistrengi. Tvísmelltu á tengistrenginn sem inniheldur “[heiti fyrirtækis].hcm.is” slóðina:

    teningar.jpg


  • Á flipanum Definition afritar þú allt sem stendur í reitnum Connection String:

image-20240719-121758.png
  • Næst tvísmellir þú á tengistrenginn sem var þegar til staðar í skýrslunni, hér “Local H3 Advania sýnifyrirtæki Mannauður”:

image-20240719-122156.png

  • Á flipanum Usage er mikilvægt að haka við Refresh data when opening the file:

image-20240719-122647.png

  • Næst ferðu inn á flipann Definitions og límir allt sem þú varst búin/n að afrita inn í reitinn Connection string, í stað textans sem var þar fyrir og smellir á OK:

    image-20240719-123125.png

 

ATHUGIÐ:

  • Ef teningaskýrslan þín vísar á fleiri en einn tening s.s. bæði á Launa- og réttindatening þarf að útbúa eina tengingu per tening og afrita á viðeigandi flipa

  • Til að búa til tengingu þarftu að vera í Excel forritinu á vél þinni – ekki í skýjaútgáfu Excel

  

ATHUGIÐ:

Af öryggisástæðum er ekki hægt að hafa teningaskýrslur stöðugt opnar. Teningaskýrslur missa tengingu við tening eftir 8 klukkustundir og þarf þá að loka teningaskýrslunni og opna aftur.

Til að geta tengst teningum þarf örugga tengingu:

  • Ef þú ert erlendis þarftu að fara gegnum IP tölu sem skráð er á Íslandi s.s. með því að vera VPN tengd vinnustað þínum

  • Vera í stöðugri tengingu - bein tenging með snúru er stöðugra en þráðlaust net

 

  • No labels