Til þess að geta nýtt sér verkborðið verða fyrirtæki að vera með H3 Mannauð og nota MSSQL gagnagrunn.
Verkborð auðveldar notendum yfirsýn yfir stöðu mannauðsmála. Þar er hægt að úthluta verkefnum til stjórnenda, t.d. vegna nýráðninga starfsmanna. í Verkborði geta stjórnendur haft yfirsýn yfir starfsmenn, ráðningar, eyðublöð og lykilmælikvarða. Opna þarf aðgang til þess að stjórnendur geti séð verkborðið.
Verkborðið skiptist í 5 hluta:
Mælikvarða
Verkefnalista
Stöðu eyðublaða
Ráðningar
Afmælisbörn
Hvern hluta þarf að stilla í byrjun áður en hafist er handa við að nota verkborðið.
Eyðublöð - Staða eyðublaða og Eyðublaðayfirlit
Á verkborðinu má sjá stöðu eyðublaða þeirra starfsmanna sem viðkomandi hefur aðgang að, þ.e. hve stórum hluta er lokið, í vinnslu eða er ekki hafið. Á verkborðinu er aðeins hægt að sjá stöðu fimm eyðublaða í einu. Með því að smella á "Opna lista" er hægt að sjá ef það eru fleiri.
Ef smellt er á eyðublöðin opnast "Eyðublaðayfirlit" sem sýnir stöðu einstaka starfsmanns. Þar er hægt að leita og sía eftir deildum og stöðu.
Uppsetning
Til þess að stilla hvað á að sjást í stöðu eyðublaða og á eyðublaðayfirlitinu þarf að fara í Stjórnun - Eyðublöð - Tegundeyðublaða og þar er valin sú tegund sem á að sjást og hakað í "Birta á eyðublaðayfirliti".
Til þess að eyðublað fái stöðuna lokið verða starfsmenn og yfirmenn að smella í "Lokið" á eyðublaðinu þá kemur dagsetning í dálkinn við hliðina á hakinu.
Vinna með lista í H3+
Í H3+ (Smartclient) er hægt að vinna með lista á margvíslegan hátt með því að vera staddur í lista og smella á:
Ctrl + R - Hægt að færa atriði úr listanum upp og flokka listann eftir þeim atriðum. Smellið með músinni einhversstaðar í listann og smellið á Ctrl+R á lyklaborðinu. Dragið síðan það atriði sem flokka á eftir upp fyrir dálkaheitin.
Ctrl + T - Hægt að breyta gildum sem eru í hvítum dálkum beint í listanum. Smellið í viðkomandi reit og með því að fara með bendilinn í neðra hægra hornið í reitnum er hægt að afrita gildið niður. Einnig er hægt að velja reit með gildi sem þú vilt afrita niður, halda Ctrl inni og velja þá reiti sem eiga að fá gildið og smella síðan á Ctrl + D.
Reikna í töflum: hægt er að framkvæma ýmsa útreikninga í kerfinu með því að vera með bendilinn í réttum dálki og hægri smella. Velja svo Greiningar.
Ef dálkurinn er textareitur er mögulegt að telja:
Fjölda
Einkvæm gildi
En ef reiturinn er töludálkur er hægt að reikna:
Samtölu
Fjölda
Einkvæm gildi
Meðaltal
Hæsta gildi
Lægsta gildi
Til að hreinsa niðurstöðuna er hægri smellt aftur, farið í Greiningar og valið að hreinsa.