Laun - Úttak - Launamiðar → Senda í heimbanka
Forsendur
Viðskiptavinir sem vilja nýta sér að senda launamiða í heimbanka með vefþjónustu verða að hafa samband við sinn viðskiptabanka og láta vita að þeir ætli að senda launamiða úr H3 á xml formi.
Viðskiptabankinn skráir þessar upplýsingar hjá sér og lætur Greiðsluveituna vita þannig að eftir skráningu er stílsnið launamiða notað og hægt að senda framvegis úr H3 launamiða með vefþjónustu.
Þeir viðskiptavinir sem eru hjá Arionbanka þurfa að vera búnir að sækja um búnaðarskilríki og/eða starfsskilríki hjá Auðkenni, sjá http://www.skilriki.is
Íslandsbanki og Landsbankinn þá er nóg fyrir viðkomandi viðskiptavin að vera með notendanafn og lykilorð inn í bankann til þess að senda inn launamiðana.
Ef óskað þá hafið samband við ráðgjafa á netfangið h3@advania.is sem mun aðstoða við að bæta við aðgang.
Hvernig á að senda
Valið er að senda rafrænt undir “Sending” og þá sendist skv því sem er skilgreint í “Launamenn” fyrir “Launaseðill/Launamiði” Rafrænn.
Einnig er viðskiptabanki sem viðkomandi fyrirtæki er í viðskiptum við valinn í fellivali fyrir Banki, slegið er inn notendanafn og lykilorð inn í bankann og smellt á senda.
Þeir viðskiptavinir sem eru í Arionbanka þurfa að velja “skirteini”, notendanafn og lykilorð og smella á senda.