Ferli | Lýsing á virkni | Kerfishluti | Stillingar / leiðbeiningar | |
---|---|---|---|---|
Laun - Staðfesta fasta liði | Vinnslan Staðfesta fasta liði hefur verið betrumbætt og ætti að vera hraðvirkari. Nú snýst hjól [loading icon] í hægra horni á meðan vinnslan klárar í stað stiku áður og þegar vinnslunni er lokið sprettur upp tilkynning þess efnis. | LAUN | ||
Laun - Starfsmaður | Ef ekkert starf starfsmanns er merkt sem aðalstarf, eða mögulega starf sem er í stöðunni “Hættur” er hakað sem aðalstarf, er nú birt athugasemd þess efnis að ósamræmi sé á milli starfs og aðalstarfs hjá þeim notendum sem eru með Laun (F). Athugið, þetta á við um þau störf sem eru í stöðunni "Virkur". Þegar smellt er á athugasemdina opnast listi yfir þá starfsmenn sem skráningu aðalstarfs er ábótavant: Dæmi um athugasemdir sem birtar eru í listanum: Í tilfelli Diðriks er starf sem hann er hættur í merkt sem aðalstarf þegar hitt starfið hans ætti að vera merkt sem aðalstarf og í tilviki Randvers er starfið hans ekki merkt sem aðalstarf. Í þessum tilvikum þarf þá einungis að ýmist haka eða afhaka störfin til þess að losna við þessar athugasemdir | LAUN | ||
Laun - Vinnslur - Yfirfara launalausa starfsmenn | Dagsetningarreitir eru nú með dagatali sem gerir það þjálla að velja dagsetningu, auk þess sem nú má slá dagsetninguna inn í einni runu (01052021) án þess að fá athugasemd þess efnis að dagsetningin sé á röngu formi | LAUN | ||
Laun - Uppfæra útborgun | Aðlaganir á einingunum 1440 og Laun (F) þannig að notendur með takmarkaðan aðgang geta nú uppfært útborgun án athugasemda | LAUN | ||
Laun - Laun - Afstemming - Skýrslur - Samanburður á föstum liðum | Lagfæring á skýrslunni Samanburður á föstum liðum. Óvirkir stafsmenn eru ekki birtir í skýrslunni lengur og ekki heldur þeir sem eru með dagsetningu sem er liðin í dálknum "Virkur til" í "Fastir liðir" | LAUN | ||
Laun - Úttak - Skilagreinar | Hægt er að senda skilagreinar þó lykilorð innihaldi ekki hefðbundin bókstafatákn, svo sem ~!@#$%^&*()-_=+[]{}|;':,./<>? | LAUN | ||
Laun - Vinnslur - Núllstilling á réttindum | Fellilistanum Staða réttinda hefur verið bætt við ferilinn, sem gerir notanda kleift að velja á milli "Allt", "Réttur", og "Ávinnsla" þegar núllstilla á réttindi | LAUN | ||
Laun - Samþykktarferli | Nú er mögulegt að samþykkja mínuslaun í samþykktarferli Dæmi, starfsmaður er í tveim störfum og í öðru þeirra er hann með laun í plús en í hinu er hann með laun í mínus. Áður var ekki hægt að samþykkja laun fyrir starfsmanninn en það hefur nú verið lagfært. | LAUN | ||
Laun - Endurreikningur (Skattahlutföll) | Aðlaganir á skattahlutföllum - Í endurreikningi birtast nú eingöngu athugasemdir um að skattahlutföll yfirstandandi árs vanti, ef starfsmaður með viðkomandi tegund skatts er með laun í viðkomandi útborgun. ATH. athugasemdin kemur þó svo að viðkomandi starfsmaður sé hættur og/eða óvirkur ef reiknuð hafa verið laun á hann í útborguninni Dæmi um meldingu sem birtist í endurreikningi þegar starfsmaður er með skattategund 2 - Takmörkuð skattskylda, á sér en eftir á að skrá hlutföll vegna ársins 2021 í viðkomandi tegund: | LAUN | ||
Laun - Stéttarfélög | Breytingar á reglunni "Föst tala" í stéttarfélögum hafa verið teknar til baka | LAUN | ||
Kerfisumsjón - Vinnslur - Sjálfvirk uppfærsla á þjóðskrárupplýsingum | Varðandi viðskiptavini sem eru með teningu við þjóðskrá: Komin er ný vinnsla sem uppfærir upplýsingar fengnar úr þjóðskrá; nafn, heimilisfang og kyn, sjálfvirkt. Hægt er að velja hvaða upplýsingar á að uppfæra og hvenær og einnig í hvaða fyrirtæki á að uppfæra upplýsingarnar. Einingin til að fá þessa vinnslu fram er 1026. | LAUN | ||
Ráðningar - Umsóknir Ráðningarvefur | Lagfæring á skalanleika mynda sem sendar eru í gegnum ráðningarvef. | RÁÐNINGAR | ||
Mannauður | Aðgangur varðandi “Flokk starfsheita” hefur verið lagfærður hvað varðar forsniðin skjöl, auk þess sem nú ættu notendur með takmörkuð réttindi ekki að lenda í vandræðum með að opna skjámyndina Starfsmaður í Stjórnunarhluta kerfisins | STJÓRNUN |
General
Content
Integrations