Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Next »


Í H3 eru nokkrir staðlaðir teningar sem gott er að nota til að fylgjast með framvindu launaútborgunar, stöðu veikinda, réttindaskuldbindingu og fleiru.


Fjöldi launamanna / Fjöldi starfmanna

Fjöldi launamanna – þarna er talning á launamönnum í mánuði og í útborgun

Fjöldi starfsmanna- talning á störfum, einn launamaður getur verið í mörgum störfum hjá fyrirtæki.

Ef launmaður/starfsmaður á einhverja færslu kemur hann inn, óháð því hvers konar færsla það er þannig að ef þið eruð að leiðrétta t.d. orlof, núllstilla uppbætur eða eitthvað slíkt geta komið inn fjöldi hættra starfsamanna og best því að sleppa slíkum útborgunum úr menginu.


Heildarfærslur

Dregur öll gögn úr Skrá tíma og laun upp í teninginn miðað við frá og til skilyrðin sem valin eru.  Launakostnaður, Frádráttur og Söfnun eru tekin upp í teninginn.  Notandinn hefur möguleika á að skoða allar færslur sem settar voru inn í skráningu og reiknaðar færslur.  Þetta er ein öflugasta fyrirspurnin í kerfinu,  með henni er hægt að tryggja að allar tegundir af upplýsingagjöf verði mun auðveldari en áður.  Bæði launafulltrúar, stjórnendur og eftirlitsaðilar eiga mjög auðvelt með að skoða gögnin og tryggja að ekkert sleppi í gegnum afstemmingar á útborgunum áður en uppfært er.

Heildarlaunakostnaður

Eini munurinn á Heildarlaunakostnaði og Heildarfærslum er að eingöngu kostnaðarfærslur koma upp í þessari fyrirspurn.  Búið er að hreinsa út Frádráttar- og Söfnunarliði.

Réttindastaða

Þegar starfsmenn eru látnir safna réttindum s.s. Orlofi, Vetrarorlofi, Desemberuppbót, Orlofsuppbót o.fl. er eftir hvern mánuð fundið út hver skuldbindingin á bak við þessi réttindi er með því að keyra sjálfvirka vinnslu sem reiknar réttindin yfir í krónur með launatengdum gjöldum.  Í Réttindastaða er hægt að skoða allar þessar krónur frá hinum ýmsu sjónarhornum.  Þegar búið er að bóka réttindin í bókhald vakna oft upp spurningar hjá stjórnendum hvernig þessar tölur voru fundnar út og ýmsir rengja upplýsingarnar í bókhaldinu, með fyrirspurninni er hægt að skoða þessi mál nákvæmlega og sanna útreikning á öllum réttindum.

Réttindi starfsmanns

Sýnir safnfærslulaunaliði sem þarf að gera upp við starfslok, sundurliðar Réttur/Áunnið

Stöðugildi stéttarfélaga

Einfaldur teningur sem sýnir stöðugildi niður á stéttarfélög og sundurgreinir fjölda kvenna og karla


Þegar búið er opna tening kemur sambærileg skámynd upp á skjáinn og sést hér til hliðar.


Til þess að fá inn breytur í teninginn er smellt á Uppsetning tenings og velja Sérsniðin form.  Þar veljið þið inn þær víddir sem þið viljið greina niður á með því að draga valið inn á réttan stað og smella á uppfæra.


Í hverju atriði má sjá tákn  sem gefur til kynna að hægt er að fara í undirvalmöguleika.  Þegar ýtt er á táknið kemur upp mynd sem sést hér að neðan.




Í þessari mynd er hægt að takmarka gögnin ef við viljum bara sjá t.d. deild númer 10 smellir þú í felligluggan við deildina og þá getur þú tekið út hökin í öllum hinum og eru þá bara upplýsingarum um deild 10 sýnileg.  Hægt er að raða gögnum upp með því að hægrismella í fyrirsögnina á reiknuðum dálkum. 





Inni í uppsetning tenings getið þið breytt stillingum og séð  t.d mismunandi sýn á upphæðum og einingum.



  • No labels