Afrita upplýsingar milli starfsmanna með tímavídd
Þeir viðskiptavinir sem eru búnir að virkja tímavídd og nota þessa aðgerð, þá hefur verið gerð sú breyting á að einungis afritast svæði sem eru EKKI tímavíddarháð (september uppfærsla 8788).
Birting
Kjararannsókn
Almennur lífeyrissjóður
Stéttarfélag
Reiknihópar
Fastir liðir
Hlutfallaðir liðir
Gjald, valkvæmt
Séreignarlífeyrissjóð þarf að skrá sérstaklega.
Hægt er að nota aðgerðina “Stofna tímavídd” með þeirri aðgerð er hægt að skrá færslur á marga starfsmenn í einu í tímavídd.
Afrita upplýsingar milli starfsmanna án tímavíddar
Aðgerðin virkar eins og áður fyrir þá notendur sem eru ekki búnir að virkja tímavídd.
Þetta er aðferð sem minnkar verulega skráningar þegar verið er að stofna marga starfsmenn sem eru að flestu eða öllu leiti með sömu starfsmannaupplýsingar, t.d. þegar verið er að ráða inn sumarstarfsfólk.
Aðgerðin er aðgengileg úr bæði launamanna- og starfsmannamyndinni.
Stofnaður er launamaður í kerfinu með þeim upplýsingum sem tilheyra honum persónulega. Vistað (Crtl+S), farið í Aðgerðir- Afrita upplýsingar milli starfsmanna.
Í ferlinum sem opnast koma fram upplýsingar um hvaða upplýsingar eru afritaðar og nauðsynlegt að lesa vel yfir ferilinn.
Valinn er starfsmaður sem er eins og sá sem verið er að stofna, valin gjaldheimta ef við á, t.d. ef starfsmannafélag er inni sem gjaldheimta og síðan starfið sem á að stofna.
Ef búið er að stofna starf og þarf að breyta því er hægt að yfirskrifa eldri upplýsingar með því að velja það starfsnúmer í ferlinum. Ef skrifa á yfir upplýsingar í öðrum flipum t.d. lífeyrissjóði eða stéttarfélag þarf fyrst að eyða út eldri skráningum.
Gæta þarf sérstaklega að því að í afrituninni eru sviðin Fyrst ráðinn, Síðast ráðinn og Tegund ráðningar í Stöðu-hlutanum og afgreitt staða í flipanum Skráning ekki fyllt út og ekki er settur inn séreignarsjóður. Notandinn þarf að yfirfara þessa hluti sérstaklega og setja inn réttar upplýsingar eftir því sem við á