Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 17 Next »

Nú getur notandi framkvæmt villupróf á staðgreiðslu áður en útborgun er lokað.

Við mælum með því að alltaf sé farið í að villuprófa áður en útborgun er lokað, það getur verið vandasamt að leiðrétta ef RSK finnur villu í staðgreiðsluskilagreininni.

Þetta er einnig gott verkfæri til að stemma af, auðvelt að taka út í excel.

Virknin

Ferlið: Ferli: Laun – Afstemming – Skilagrein RSK

Sjálfgefið kemur upp fyrri mánuður á útborgun sem er valin.

Dæmi: verið er að vinna með maí eftirágreidda og júní fyrirframgreidda þá kemur sjálfgefið í vali maí mánuður.

Smellt er á “opna lista”

Ef velja á að keyra á villuprófun á alla starfsmenn þá er valið með því að smella inn í listann CTRL+A þá myndast þríhyrningur fremst í línu fyrir framan alla starfsmenn í fyrirspurn, einnig er hægt að velja einstaka starfsmenn eða hóp með því að halda shift niðri og smella í frá og til með músinni á þá starfsmenn sem eiga að vera í vali.

Undir “Aðgerðir” er svo smellt á “Villuprófa skilagreina RSK”

RSK leyfir einungis að villuprófa ein mánuð í senn og því þurfa þeir notendur sem eru að vinna með fyrirframgreidda og eftirágreidda að villuprófa einn mánuð í einu, það er hægt að villuprófa eins oft og vilji er hvort sem það er einn starfsmaður eða allir.

Fyrirspurnin

Fyrirspurnin kemur með svör frá RSK um niðurstöðu sendingar á villuprófun hvort villuprófunin hafi tekist eða athugasemdir ef við á og hvenær villurprófun hafi farið fram dagsetning og tímasetning.

Ef notandi vill stemma sig af handvirkt þá getur viðkomandi tekið út fyrirspurnina í excel.

Þá eiga dálkarnir samtals launafjárhæð + staðgrsk. Dagpen. + staðgrsk. Ökutækjast. – mínust greitt í lífeyrissjóð að sýna sömu upphæðina og fyrir þrep 1 + þrep 2 + þrep 3.

Dæmi:

A: 1.105.416 – 44.216 = 1.061.200  / 349.018 + 630.829 +81353 = 1.061.200

B: 538.301 + 15.000 – 21.532 = 531.769 / 349.018 + 182.751 = 531.769 

Dæmi um villur sem gætu komið upp við villuprófun:

  • Kennitala 050599-9999 myndar mínus gildi  í staðgreiðslu ársins 2021 mynda mínus gildi - skilagrein hafnað <br>

  • Kennitala 0606999999.  Lína 1.  Kennitala stenst ekki vartölupróf.

  • No labels