Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 13 Next »

Áminningar send með fleiri en einum dagafjölda:

Ef undirritun skjals hefur ekki átt sér stað innan ákveðins tíma er hægt að stilla kerfið þannig að ítrekun verði send til þess sem á að undirrita skjalið. Þá er til dæmis hægt að stilla ítrekunarpóstana þannig að fyrsta áminning fari út ákveðið mörgum dögum eftir að móttakandi átti að undirrita og svo fari ítrekanir út með ákveðnu millibili eftir það. Til dæmis væri þá hægt að stilla þannig að fyrsti póstur fari út daginn eftir að móttakandinn átti að undirrita og eftir það fari póstar til hans á tveggja daga fresti þar til hann hefur undirritað.

Til að stilla áminningarpósta: hafið sambandi við ráðgjafa með því að senda póst á H3@advania.is.

Saga:

Í söguskráningu Signet má svo fylgjast með stöðu skjala, hvort skjöl hafi verið undirrituð - hvort sem er af öðrum aðila eða báðum, hvort skjölum hafi verið hafnað af undirritunaraðila og hvort áminning hafi verið send. Einnig má sjá hvenær ítrekun var síðast send undir "Færslu síðast breytt". Þegar farið er í örina við Rafrænar undirskriftir er hægt að velja Saga og þá opnast skjámynd þar sem hægt er að sjá öll skjöl sem notandinn hefur sent í gegnum Signet.


Hver og einn notandi getur séð stöðuna á sínum skjölum en þeir sem vinna til dæmis í mannauðsdeild fyrirtækis geta sett á sig eininguna Signetlog og þá sjá þeir stöðuna á öllum sendingum fyrirtækisins í Signet í gegnum H3.

Eyðing skjala

Hægt er að eyða skjölum sem send hafa verið í Signet í gegnum H3. Notandinn þarf að hafa eininguna Signetdelete og má þá eyða skjölum, hvort sem búið er að undirrita þau eða ekki. Í sögu-skjámyndinni er skjalið valið og farið í Aðgerðir hægra megin og smellt á Eyða skjali.









  • No labels