Ný virkni í meðhöndlun á launatöflum. Þessi virkni er ekki sjálfkrafa gefin öllum notendum þar sem góðan skilning þarf á launatöflum og samtengingum milli fyrirtækja þar sem það á við. Ráðgjafar í H3 geta aðstoðað við að veita einstaka notendum aðgang að þessari virkni.
Þessi virkni er ekki ætluð til að eyða út gildistíma þegar launataflan hefur verið í notkun, heldur í þeim tilfellum þar sem launatöflu hækkun hefur verið lesin inn í gegnum csv skrá eða launatafla hækkuð með röngum forsendum.
Þegar smellt er á Eyða gildistíma launatöflu opnast aðgerðaglugginn þar sem skýrt er hvaða launatafla er valin, hvaða gildistími það er sem verið er að eyða og allir starfsmenn tengdir launatöflunni, í því fyrirtæki sem aðgerðin er framkvæmd. Ekki kemur fram hvort starfsmenn í tengdum fyrirtækjum séu á viðkomandi launatöflu. Þeir sem hafa fyrirtæki sem eru með samtengdar töflur þurfa því að athuga sérstaklega hvort starfsmenn í tengdum fyrirtækjum séu í viðkomandi launatöflu.
Hér má sjá dæmi þar sem gildistími 01.02.2014 í launatöflu nr 100 var valinn þegar smellt var á Eyða gildistíma launatöflu.
Ef öruggt er að eyða á út völdum gildistíma, þá er smellt Áfram og aðgerðin eyðir út gildistímanum.
Athugið !
Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær