Laun / Bunkaskráning
Hérna er hægt að safna saman færslum sem eiga að fara í útborgun, þetta getur verið mjög þægilegt þegar margir eru með eins færslur svo ekki þurfi að fara inn á hvern og einn í skrá tíma og laun.
Bunki getur verið "Margnota" þá haldast færslurnar inni, þrátt fyrir að þær séu settar í útborgun, bunkinn tæmist hins vegar ef hann er ekki "Margnota"
Í "Mengi" er ákveðið hvaða starfsmenn eiga að koma í bunkann
Hér að neðan má sjá að það er sía á launatöflu og deild 10 og 20 er ekki tekin með.
Laun/Frádráttur
Við ætlum að setja inn bónus fyrir þá starfsmenn sem við höfum filterað á í menginu
- Hægrismellum á bláu línuna og skilgreinum hvaða dálkar eiga að vera sýnilegir
- Setjum inn fyrsta starfsmann
- Hökum í Næsti starfsm. og Efri lína
- Smellum á "Klára mengi"
Þá koma inn allir starfsmenn sem valdir voru í menginu hér að ofan.
Hægt er að bæta við línum eða breyta ef t.d. það á ekki að vera sami bónus á alla.
Þegar bunkinn er fullunninn er smellt á "Setja í útborgun". Ef við höfum gert einhver mistök eða viljum bæta við bunkann má smella á "Eyða úr útborgun" þá koma færslurnar til baka í bunkann og hægt er að laga þær til.
- Mikilvægt er að gera bunkann óvirkan þegar búið er að nota hann