Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Next »

Þeir notendur sem eru skráðir Yfirmenn í deild og eru með hakað við Samtal ásamt því að hafa stjórnunaraðgang að Flóru sjá auka einingu þar inni sem heitir Stjórnandi.

  • Í Uppsetning í H3 leiðbeiningunum er hægt að sjá hvar þessar stillingar eru.

Þegar ýtt er á Starfsfólk undir Stjórnandi kemur listi af starfsfólki sem tilheyra deild/um stjórnandans. Hér getur stjórnandi skoðað Persónuupplýsingar, Orlof, Réttindi og Starfsaldur starfsfólks sinna.

  • Ef notanda er skráður sem yfirmaður á fleiri en einni deild þá er hægt að fara í felligluggann

Allar Deildir og síað niður á ákveðna deild.

Ef valið er Orlof þá er hægt að sjá yfirlit yfir orlofsdaga m.v. samning, orlof til úttektar og orlofsrétt hvers starfsmann.

Ef valið er að varpa yfir t.d. Bakvaktarfrí, Hvíldartíma og/eða Vetrarfrí frá H3. Þá er hægt að skoða þær upplýsingar undir Réttindi.

Síðasti eiginleikinn er Starfsaldur og eins að heitið gefur til kynna er hægt að sjá lista yfir starfsaldur starfsfólks.

Einnig er hægt að ýta á starfsmann á listanum og sjá allar upplýsingarnar sem voru nefndar hér að ofan á einu stað fyrir valinn starfsmann.

Hægt er að birta veikindaskráningu starfsfólks.

Ef starfsmaður er stjórnandi deildar mun viðkomandi sjá veikindaskráningu starfsfólks í þeirri deild.

Hægt er að birta launaseðla starfsfólks sem stjórnandi í viðkomandi deild

Ef starfsmaður er stjórnandi í tiltekinni deild mun hann geta séð launaseðla fyrir starfsmenn í þeirri deild.

Ef valið er að birta veikindi

Þegar ýtt er á valinn starfsmann kemur upp valmöguleikinn “Veikindi” þar undir sjást persónuleg veikindi starfsmannsins ásamt veikindi vegna barna í klukkutímum.

Ef valið er að birta launaseðla

Í stjórnandaaðgangi birtast launaseðlar fyrir stjórnandann og starfsfólk hans undir Stjórnandi > Launaupplýsingar

En starfsfólk myndi sjá launaseðlana sína undir Launaupplýsingar

ATH. einingis birtast launaseðlar inn á Flóru eftir að uppsetning á Flóru hefur verið framkvæmd og næsta launakeyrsla uppfærð.

Sjá nánar hér: Launaseðlar vistaðir í skjalaskáp

  • No labels