Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Next »

Ný vinnsla sem býður upp á að uppfæra eftirfarandi starfsmannagildi samkvæmt tímavídd eftir að staðfestir hafa verið fastir liðir, innlesnir og skráðir launaliðir.

Eftirfarandi gildi eiga að uppfærast:

  • Launatafla

  • Launaflokkur

  • Þrep

  • Einingarverð

  • Deild

  • Starfsheiti

  • Verk

  • Verkþáttur

  • Starfsstétt

  • Deilitala/Orlofsstímar

  • Orlofsprósenta DV

  • Orlofsprósent ÖN

  • Reiknað orlof

Ef það hefur verið stofnuð ný tímavíddarfærsla sem hefst ekki í upphafi mánaðar og á að skiptast upp þá sér þessi vinnsla ekki um það, þetta er vinnsla sem uppfærir gildi skv breytingum í tímavídd, skiptir ekki upp færslunum, nema þá eyða skráningu og staðfesta fasta liði. Hafa skal í huga ef það hefur verið gerð breyting sem tekur gildi á miðju tímabili og aðgerðin keyrð þá breytast öll gildi sbr deild, starfsheiti, verk, verkþáttur, starfsstétt en laun breytast ekki

Vinnslan er undir Skrá tíma og laun – Aðgerðir – Uppfæra samkvæmt tímavídd

Hægt er að keyra vinnsluna á eftirfarandi:

  • Einstaka starfsmann, valið er starfsmann frá og með

  • Deild frá og með

  • Verk frá og með

Dæmi um mál sem geta komið upp:

Búið er að staðfesta fasta liði og lesa inn skráningar úr viðverukerfi, úttektir, fyrirframgreiðslur oþh.

Dæmi 1

Mannauðsdeild sendir upplýsingar um breytingar á starfsmanni sem á að taka gildi í strax 10.6.2022 búið er að staðfesta fasta liði og lesa inn gögn á starfsmenn í útborgun.

Gerð er breyting frá 10.6.2022 að starfsmaður færist til á aðra deild og í annað starfsheiti.

Uppfæra þarf launaskráningar í takt við þessar breytingar svo skil til bókhalds og laun samþykkjast á rétta deild. Þessi starfsmaður var með breytingu frá 10.6.2022 og var með uppskiptingu í skrá tíma og laun.

Dæmi 2

Stjórnandi gleymdi að senda inn breytingar á starfsmanni um breytingu á launaflokk og þrepi.

Farið er í það að breyta í opinni tímavídd þessum gildum og vill stjórnandi að laun starfsmanns reiknist miða við nýju gildin.

Dæmi 3

Stjórnandi gleymdi að senda inn viðbótarupplýsingar um nýjan starfsmann, hann samdi um að fá orlofs% 11,59% í stað 10,17% og var rangt skráður og á að vera á þrep 3 í stað 2.

Það þarf að uppfæra þessar breytingar í skrá tíma og laun í takt við þessar breytingar.

Dæmi 4

Breyting kom seint og á að taka gildi frá 20.6.2022 breyting á Verki, launaflokk og þrepi, þetta felur í sér að þetta þarfnast uppskiptingar á launafærslum og því ætti að koma athugasemd þess efnis, því þetta krefst þess að notandi þarf að eyða úr skráningu og staðfesta fasta liði aftur og skrá aðrar afleiddar færslur.

Í Athugasemdir koma svo upplýsingar hvaða starfsmanni var breytt, hverju var breytt og í hvað og á hvaða launlið.

  • No labels